18.11.2008 | 09:06
Sjæse
Ég er um það bil að kálast úr stressi. Í þessari viku þarf ég að:
- Horfa á mynd fyrir spænskar kvikmyndir
-svara spurningum úr tveimur myndum fyrir spænskar kvikmyndir og skila
-lesa greinar fyrir umræðutíma í Straumum og stefnum
-klára að læra fyrir próf í spænskri málfræði og taka það
-klára bók fyrir bókmenntir rómönsku Ameríku
-skrifa tæpa hálfa ritgerð á spænsku (sjiiiiiiiiiit)
Man ekki meira einu sinni.
Í gær sleppti ég ræktinni þar sem ég hafði ekki tíma fyrir hana. Var allan daginn að skrifa ritgerð og fór svo að heimilast og mammast eitthvað. Varð við þeirri bón Mímis að lesa upp ljóð á upplestrarkvöldi á föstudaginn (guð, hvað ég vona að frægu höfundarnir verði farnir þegar ég les mitt dótarí) og ég fæ magatruflanir, kvíðakast og svitakast (ef það er til) af því að hugsa um það. Ég ætla samt að gera það af því að ég hef rosalega gott af því.
Og eftir að ég var búin að koma barninu í rúmið í gær sauð ég eitthvað saman, grúskaði í mínum óteljandi stílabókum og dagbókum í leit að frambærilegum ljóðum. Er tilbúin með þetta og þarf bara að æfa mig það sem eftir er vikunar. Annars líður yfir mig.
Eftir þetta allt saman lærði ég fyrir próf í spænskri málfræði þangað til ég gat ekki haldið mér vakandi.
Og í alvöru. Ég verð að kvarta. ÉG SEF ALDREI HEILA NÓTT ÁN ÞESS AÐ VAKNA. Ég er 25 ára, ég er of ung til þess að sofa aldrei vel. Rakel hefur tekið upp á því að pissa minnst tvisvar á nóttunni, henni finnst það greinilega eitthvað sport þar sem hún kemst vel í gegnum nótt án þess að pissa. Mér finnst það ógisslega erfitt. Maður á ekkert að þurfa að fara á fætur um miðja nótt. Svo eru draumfarir hennar, eins og annarra barna, miklar og háværar, og maður hrekkur ósjaldan upp við vein og gól og garg og þarf kannski líka að standa upp og sussa og bía. Ég veit, ég veit, ég á yndislegt barn en ég má stundum kvarta. Auk þess vakna ég hvort sem hún vekur mig eða ekki. Vakna allt upp í sjö sinnum á nóttu sem er algjör klikkun. Er svo gráti næst af þreytu hvern einasta helvítis morgun.
Ok, búin að kvarta.
Í dag verð ég að fara í tíma og klára að læra fyrir próf og fara í próf og horfa á mynd fyrir spænsku. Til þess að spara tíma ætla ég aftur að sleppa ræktinni en fara frekar út að ganga, ég verð að nýta allan þann tíma sem ég hef. Kannski ég sendi líka póst á Gumma í spænskum kvikmyndum og grenji út frest. Það sem mér finnst erfiðast er að í byrjun næstu viku á ég að skila ritgerðinni og halda 10 mínútna fyrirlestur um hana. Ef ég mætti skila þessari ritgerð í lok næstu viku væri það miklu betra.
Magasár.
Og samt er ég sjúklega skipulögð og slugsa ekki (mikið) þegar kemur að lærdómi. Þetta er bara of mikið stundum. Verð að drulla mér í strætó.
Hvað svo ef fólki finnst ljóðin mín glötuð? Æ, það hefur sig þá bara.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit þú átt eftir að standa þig með prýði í ljóðalestrinum. Hlakka til:)
En það er ömurlegt að sofa aldrei heila nótt. Þú verður þá að leggja þig stundum á daginn til að vinna upp svefn. Oj, ég hata truflaðan svefn. Ég sef aldrei nóg heldur, samt aðallega af því að ég get ekki sofnað (en ég sef vanalega vel ef ég á annað borð sofna)).
Hlíf 18.11.2008 kl. 13:50
Ég á einhverjar homópatatöflur sem eiga að auðvelda fólki að sofna og sofa. Þú ættir kannski að prófa þær ljúfan...svo á ég líka melatónin sem er líka eitthvað náttúrulyf sem á að jafna út líkamsklukkuna...fólk notar þetta eftir flug á milli tímabelta og mér skilst að loksins sé farið að gefa blindu fólki færi á að fá þetta lyf(efni) þar sem þau sjá ekki muninn á nóttu eða degi. Það er allt í lagi að prófa hvort þetta virkar. Og mig langar svoldið að koma og hlusta á þig lesa upp ljóðin þín...er mér ekki boðið????
tengdó 18.11.2008 kl. 16:03
krútt! skil vel að þú sért stressuð, alltof mikið að gera í þessum háskóla enda það besta við að vinna (fyrir utan launin) að vera búin þegar kona er komin heim, þá má setjast niður og bora í nefið og stara sljóum augum út í ómælisvíddir. Skyldu börn sem fæðast fyrir tíma almennt vera stressaðri en önnur börn? Ætti kannski að sækja um styrk til fjárlaganefndar til að gera rannsókn á þessu. En svona í alvörutali, eins og konan sagði, þá langar mig líka að koma og hlusta ef það má á föstudaginn og ég mæli með appelsínudropum úr heilsuapótekinu, kem með þá næst! Láttu mig vita ef ég get létt þér lund.
tu madre chela 18.11.2008 kl. 17:18
Ég þarf að bera það undir Mími hvort það megi koma með gamlar konur á upplestrarkvöld. Hehe, nú fæ ég engar jólgjafir frá ykkur ...
Er samt ekki pínu lúðó að vera með klappstýrur í salnum? Sprundin ætlar að koma og ég hafði nú hugsa mér að láta hana duga ...
Samt rosa gaman að þið viljið koma sko, þarf bara aðeins að hugsa þetta ...dr 18.11.2008 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.