24.11.2008 | 19:12
Rakel besta barn og fl.
Já, Rakel er ekki bara besta barnið, hún er líka viðurstyggilega fyndin.
Einn morgun í síðustu viku stóð hún uppi á kollinum sínum inni á baði og fylgdist með í speglinum þegar mamma hennar greiddi henni (núna þegar Hrund á ekki að mæta fyrr en 9 er hún farin að geta farið með Rakel á leikskólann og þá morgna sem ég mæti snemma sér hún líka um að greiða henni). Þegar greiðslu var lokið spurði mamman hvort hún væri ekki fín og Rakel var svo sannarlega sammála því:
'Ég er bara alveg eins og dramadrottning' sagði hún alsæl með sjálfa sig.
Var ég annars búin að segja ykkur að Rakel er á af hverju-tímabilinu, hún spyr eeeeeendalaust og yfirleitt spurninga sem er erfitt að svara eins og af hverju við erum í nærbuxum eða af hverju kertið er gult en ekki svart. Úff. Litli rassálfur.
Annan morgun í liðinni viku var hún eins og svo oft að velta henni mammí sinni fyrir sér (ég var farin í skólann). 'Er hún ekki með nest' vildi hún vita. Hrund sagðist halda það (gekk að því vísu að nest væri nesti). 'Af hverju er pokinn hennar þá hérna heima, gleymdi hún að taka með sér nest' hélt Rakel áfram. Hún hafði rekið augun í litla, græna Tigerpokann minn sem ég nota venjulega undir nesti. Skarpa stelpa. Og ég var ekki með neitt nest.
Í morgun var hún varla komin fram úr þegar spurningflóðið hófst og sat Hrund fyrir svörum þar sem ég var farin í strætó. 'Búum við í einbýlishúsi' vildi Rakel vita. Hrund sagði okkur búa í þríbýli sem þýddi að þrjár fjölskyldur væru í húsinu. 'Höfum við þá bara pláss fyrir svoooooona lítinn hvolp' spurði Rakel og sýndi Hrund með höndunum hversu lítið kvikindi hún ætti við. Nei, hún getur víst ekki fengið hvolp en við erum ekkert smá spenntar yfir að gefa henni gaukinn.
Var ég annars búin að segja ykkur frá því þegar Rakel hrasaði á leið úr sturtu um daginn og gat alls ekki stigið í fótinn af því að hún hafði slasað 'armbeygjuna'. Fyrir þá sem ekki vita er hana að finna á ilinni. Rakel rannsakaði líka fætur mæðra sinna og komst að þeirri niðurstöðu að það væri í lagi með okkar armbeygjur. Fjúkket.
Áðan var Rakel að segja mér sögu á meðan ég vaskaði upp:
'Einu sinni var stelpa sem hét Rauðhetta og úlfurinn kom að kofanum og gleypti ömmuna. Svo gleypti hann Rauðhettu. Svo datt hann í sjóinn og missti andfæluna. 'Hvað er það nú eiginlega, andfæla' vildi ég vita. 'Það er svona þegar hann missir andann' sagði Rakel, greip fyrir nefið og sýndi mér með tilþrifum hvernig úlfurinn missti andfæluna. 'Svo björguðust Rauðhetta og amman og Rauðhetta spurði hvar er úlfurinn og amman sagði hann er dáinn elskan mín.'
Rakel var svo væn að skreyta afmæliskort fyrir mig áðan handa afmælisbarni morgundagsins, Gyðunni. Eftir matinn var hún heilmikið að stússa við að lita og brjóta saman blöð og kom með reglulegu millibili fram í eldhús með 'borðskortin' sem hún hafði gert handa mér og Hrund. Gaman að láta brjóða sér svona mikið ...
Ég ætla svo ekki einu sinni að byrja að tala um allar málfræðivillurnar og skringilegheitin í hennar máli sem er auðvitað alveg eðlilegt en líka alveg hryllilega fyndið fyrirbæri.
Upplestur tókst vel og ég er bara ánægð með mig. Ég og Sprundin fórum á eftir með íslenskuliðinu á djamm og skemmtum okkur að sjálfsögðu vel. Vorum bara nokkuð hressar á laugardaginn og fórum til tengdó að læra þar sem við þurftum sitthvora tölvuna. Ég kláraði íslenskuverkefni og hjálpaði svo Sprundinni að skrifa eitt stykki ritgerð um parket, í alvörunni nokkuð áhugavert. Vorum ekki komnar heim fyrr en að verða eitt og urðum þá skyndilega svo svangar að við fórum og keyptum okkur gæðaloku. Nutum þess í botn að vera barnlausar og geta borðað um miðja nótt, horft á mynd og farið ýkt seint að sofa vitandi það að við mættum sofa út.
Ég var því miður andvaka til sjö um morguninn og vaknaði svo við vekjaraklukku, þurfti að skrifa ritgerð. Sem ég kláraði!!! Víííí. Og ég er svo ánægð með hana að ég verð ýkt svekkt ef ég fæ ekki ágætis einkunn fyrir hana.
Var svo aftur andvaka í nótt og var rétt búin að festa svefn þegar Hrund kom upp í og ég hrökk upp. Ætlaði aldrei að geta sofnað aftur og var einmitt nýsofnuð þegar klukkan hringdi. Ég bara höndla þetta ekki. Svefninn í heild þess helgi var bara ekkert eðlilega lítill. Mamma kom með þá hugmynd að þetta væri tengt blóðþrýstingnum en hár svoleiðis getur valdið svefnleysi og ég hef alltaf verið með háan blóðþrýsting. Mér bara tekst ekkert að lækka hann að ráði. Hann var mjöööööög slæmur þegar ég var sem veikust af átröskuninni, alveg í efstu mörkum, og hefur skánað síðan en er samt alltaf hár, ekki nógu hár til þess að ég sé sett á lyf en of hár fyrir svona unga manneskju. Þetta er örugglega eitthvað úr pabbafjölskyldu því mamma t.d. er með þrýsting eins og unglingur. Það breytist ekkert þótt ég hætti að reykja, hreyfi mig og passi mataræðið. Ætla að biðja um eitthvað jurtadót hjá henni Lindu gras næst þegar ég fer til hennar.
Og af því að ég er búin að vera svo roooooosalega dugleg að læra og er á undan áætlun (á bara eftir að gera einn fyrirlestur fyrir fimmtudag og svara spruningum úr þremur bíómyndum sem tekur ekki svo langa stund) þá leyfði ég mér að leggja mig í dag. Er samt enn þá svo þreytt að ég kem mér ekki í ræktina. Ætla því bara að gefa mér frí frá lærdómi og rækt í dag og reyna að hafa ekki samviskubit yfir því.
Best að ég fari nú og taki litla brandarkallinn minn upp úr baðinu.
Besos.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætti kannski að bjóða ykkur litlahúsdömum með mér í göngutúr með þessa tvo geðveiku hunda sem ég á, þ.e. ef rauðhaus hefur gaman að svoleiðis animals. Þær eru reyndar aðeins stærri en sá sem hún hefur verið að ímynda sér , en ég veit fyrir víst að þær eru hundar.
Kannski ættiru að kaupa þér svefnpillur, díana!
inam 25.11.2008 kl. 09:24
Já, Inam, þú heldur að lausnin fyrir mig sé að fara að poppa pillur. Ég er ekki svo viss ...
Rakel myndi tryllast úr gleði fyrir trylltu hundunum þínum. Kría vinur minn sem svaf alltaf ofan á mér og dreymdi svo mikið að það var ekki svefnfriður fyrir henni ...
dr 25.11.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.