Jess!

Á bara eftir rétt um 500 orð í ritgerðinni svo ég er á undan áætlun. Ætti vel að geta gert 1000 orða verkefnið í íslensku og klárað ritgerðina um helgina. Og hjálpað Sprundinni með ritgerðina sína um parket (manneskjan neitar því að hafa heyrt um inngang, meginmál og lokaorð en ég segi að hún sé þrjóskari en allt og kunni þetta víst). Þá ætti ég að hafa tíma til þess að gera fyrirlestur um ritgerðina í næstu viku, horfa á eina bíómynd fyrir spænsku og gera þrjú verkefni fyrir spænskar kvikmyndir. Já já já.

Mikið svakalega er ég samt með mikla minnimáttarkennd gagnvart sumum sem ég er með í íslensku. Það sem var gott við að vera alltaf að dúlla mér ein í þessu námi var að enginn spurði nokkurn tíma spurninga sem trufluðu mig og ég vissi ekkert hvað annað fólk var að fá í einkunn. Var bara mjög ánægð með mínar. Sætti mig við það að þótt ég hefði fengið svaka fína einkunnir á fyrstu önnunum þá væru bara sum námskeið erfiðari en önnur og þótt ég fengi ekki alltaf 9,5 og 9 þá væri það samt allt í lagi. Ég er ekki ánægð lengur. Mér finnst ég oft á tíðum bara vitlaus og held að ég sé alveg hætt við að fara í master í málfræði.

Ég verð samt að hafa einhverja trú á mér í kvöld þegar ég les upp ljóðin mín. Sprundin ætlar að koma og tengdó og veit ekki með mömmu gömlu, hún er alltaf svo bissí konan.

Þetta átti að vera ógisslega jákvæður pistill en ég man ekkert hvað ég ætlaði að segja. Ég er allavega öll að koma til eftir magapestina þótt maginn snúist stundum í hringi og ég drepist næstum því af því að reyna að komast upp stigana í Árnagarði.

Æ, best ég fari bara að læra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdí málfræði! Já! Þú ert góð í henni og ég banna þér að mótmæla!

Hlakka til í kvöld:)

Hlíf 21.11.2008 kl. 15:13

2 identicon

Fyrsta árið var einkunnagott fyrir flesta held ég. Tölum saman eftir þessi próf. En ekki gefast upp þó á móti blási. Við erum hér til að styðja hvort annað, ekki til að keppast við einkunnir. Maður á bara að læra það sem maður hefur áhuga á.

Ég hlakka til að sjá þig í kvöld. Þú átt riiisastórt klapplið sem elskar að þú sért að fara að lesa upp. Þú átt eftir að koma ljómandi vel út. Ég hef fulla trú á þér!

Knúús!!

Kristín 21.11.2008 kl. 15:23

3 identicon

Sætu fínu. Besta vinnufjölskylda í heimi

dr 21.11.2008 kl. 16:00

4 identicon

Sé eftir því núna að hafa ekki drifið mig að hlusta á þig. Veit að þú hefur gert þetta vel og staðið þig með sóma. Kem næst - því ég er nokkuð viss um að það verður næst...

Tengdó 22.11.2008 kl. 13:39

5 identicon

Ój hvað ég er súr að hafa ekki komist að hlusta á þig. Kannski komst ég bara ekki af því að ég er svo afbrýðisöm hvað þú ert ógeðslega klár, fallleg og fullkomin. Nei, ég er ekki afbrýðisöm, bara glöð að þekkja svona fallega og klára konu sem faðmar best í heimi og lyktar eins og indverskur garður.

Sakna þín. Löns í Árnagarði á þriðjudag?

Bjarndís

Bjarndís 23.11.2008 kl. 17:55

6 Smámynd: Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva

Sjáumst í Árna. Indverskur garður? Ekki slæmt ...

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 24.11.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband