3.12.2008 | 09:52
Lærilæri
Það (lærilæri) og svo er ég orðin eitthvað svo stressuð yfir págagauknum. Ég vil helst ekki enda með því að drepa gæludýr dóttur minnar. Vil ekki að hún fái hann á miðvikudegi eða fimmtudegi (hún á afmæli á fimmtudegi en við erum ekki búnar að ákveða hvort hún fær gaukinn á miðvikudegi eða fimmtudegi eftir vinnu) og svo bara viku seinna: 'ooooooog búið!' Páfagaukur án lífsmarks.
Hræðileg tilhugsun.
Og hvernig hvernig hvernig á maður að gera eins og stendur í bókinni og gefa honum ALLTAF á sama tíma á morgnanna. Á maður að stilla klukku á hverjum degi? Aldrei að sofa út? Ég sef reyndar mjög sjaldan út en samt ...
Kann ekki veit ekki skil ekki.
Hjálp Gyðus!
Er að verða búin að lesa og glósa fyrir spænskar kvikmyndir, stefni að því að klára það fyrir hádegi og skella mér beint í bókmenntir RA. Hef samt ekki hugmyd um hvað skiptir máli þar, það er ekkert verið að gefa okkur neinn gátlista eða lista yfir lesefni. Og það er ekkert hefti þannig að ef þú misstir af tíma vantar þig lesefni. En við ætlum að hjálpast að nokkrar, fá að ljósrita hvor hjá annarri. Og ég held að ég hafi bara misst af tveimur tímum. Eða þremur.
Ætla að setja inn jólagjafaóskalista hérna við tækifæri (fyrir fjölskylduna sko). Einfaldast þannig. Það verða auðvitað bækur í nær öllum sætum en þið vitið ekki hvaða bækur ...
Núna er ég búin með fjórar bækur um Ísfólkið. Ég veit ekki hvort á að kalla þetta bókmenntir eða graut af undarlegum kynlífslýsingum og gulum augum. En þegar ég byrja að lesa sogast ég inn í bullið. Ég hef hugsað mér að lesa allar bækurna, þarf bara að skreppa mér á Gyðusafn við tækifæri.
Var ótrúlega dugleg að læra í gær, fékk ipodinn hennar H að láni og fór í kraftgöngu í frostinu, kom heim í fiskibollur, lærði meira, fór í sjóðheitt bað með lífrænu vöðvaslakandi baðsalti og lífrænum birkisafa, borðaði popp og horfði á glæpaþátt, fór upp í rúm og las nokkar smásögur eftir Kristínu Marju í þúsundasta skiptið, sofnaði. Vaknaði í morgun við mi cariño sem hjúfraði sig upp að mér og kyssti mig og við sungum Dvel ég í draumahöll.
Rauðhaus fannst ótrúlega fyndið þegar ég sagði henni að stelpur sem tala spænsku kalla mömmu sína mami eins og hún kallar mig. Sjálf er hún auðvitað orðin helvíti sleip í spænskunni. Var að tala við Sprundina um daginn í síma og sletti spænsku eins og svo oft, Hrund er líka orðin svo sleip í spænskunni, og allan tímann gólaði Rakel að hún vildi tala líka. Þegar ég hafði lagt á spurði hún strax: 'Var þetta afi Douglas? Ég vildi tala við hann líka' (sem hún vill alltaf þótt þau skilji engan veginn hvort annað nema vera á sama staðnum). Pointið með sögunni var að hún þekkir spænsku þegar hún heyrir hana! Klára stelpan mín!
Þið eru nokkur, eða kannski ansi mörg, þarna úti sem mér þykir svo vænt um. Hvar væri ég án ykkar ...
Verð að fara
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Efast stórlega um að fuglinn deyi af því að þú sefur út endrum og sinnum! Ég átti einu sinni hamstur og hugsaði nú stundum miður vel um hann (ekki eitthvað sem ég er stolt af) en hún (skrímsllína) dó úr því sem ég held að sé mjög há hamstra elli. Mér datt ekki í hug að til væri einhver bók sem héti "umhirða hamstra" en kannski er þetta öðruvísi með fugla. Þú skallt alla vegana ekki missa svefn yfir þessu.
Koss á ykkur
Oddný 3.12.2008 kl. 13:09
mamma hugsar alveg ágætlega um fuglana sína, en ég get sko sagt þér að þeir fá ekki alltaf að borða á sama tíma .... samt deyja þeir bara ef þeir flýja út í frelsið, eru étnir af ketti o.s.frv. Þú ert þræl góð mamma, svo ég held það verði pís of keik fyrir þig að halda lífi í einum páfagauk.
Segi ég sem átti að passa gullfisk og hann drapst eftir einn sólarhring. Úbs.
hlíf 3.12.2008 kl. 13:50
Þetta er ekkert til að stressa sig út af! Ég hef bara vanið mig á það að gefa Elíasi þegar ég vakna. Það er stundum klukkan 8 á morgnana, stundum á hádegi og einstaka sinnum eftir hádegi!! Honum verður ekkert meint af því enda er hann oftast með einhvers konar nammistöng eða eplabita inni hjá sér sem hann getur nartað í ef hann klárar kornið.
Það er aldrei hægt að gera ALLT sem stendur í svona bókum! Þeim er bara ætlað að veita fróðleik. Síðan lagar maður auðvitað fuglinn að sínum þörfum og sínu heimilislífi því hann á að vera gleðigjafi en ekki einhver kvöð og skylda. :) :) :)
Gyða 3.12.2008 kl. 13:59
Einmitt, gleðigjafi en ekki kvöð og skylda. Það er alveg rétt hjá þér Gyða mín. Stundum þarf að minna mig á einföldustu hluti svo ég muni þá.
Ég er góð mamma, það er víst rétt. Og ég gleymi aldrei að gefa krakkanum að borða reglulega þótt hann sé rétt byrjaður núna að kvarta yfir svengd, gerði það aldrei sem peð.
Ég hins vegar man aldrei nokkurn tíma eftir að vökva blómin. Kannski af því að Hrund gerir það. En kannski gerir hún það af því að ég geri það aldrei.
Nei, ég er sko ýkt spennt yfir að eignast páfagaukinn.
Hlíf mín, var þessi fiskur ekki bara með einhvern sjúkdóm? Eða hefur drepist úr leiðindum? Ég held að allir fiskar drepist úr leiðindum.
Sakna ykkar. Ég er ýkt ein og einmana í þessum prófalestri.
Oddný. Djöfull var ég búin að gleyma Skrímslínu maður ...
dr 3.12.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.