Óskalisti

Æ, finnst fólki svona ýkt óþægilegt þegar ég skrifa um alvarleg málefni eins og í færslunni hér á undan? Fæ svo sjaldan komment á þannig færslur. En ég skil ykkur alveg ungarnir mínir ...

Best að skella inn smá óskalista fyrir famelíuna, meika ekki að eiga það eftir, allt truflar í prófum.

Mig langar í eftirfarandi bækur:

-10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp

-Engar smá sögur

-Fluga á vegg

-Himnaríki og helvíti (eiginlega algjört möst)

-Skaparinn

-áður en ég dey

-Dóttir myndasmiðsins

-Í landi karlmanna

-Lottó

-Miðnæturbörn

-Svo fagurgrænar og frjósamar (eiginlega möst líka, latinosmásögur)

-Tvöfaldir fjötrar (eruði samt að grínast á slæmum titli eða slæmri þýðingu á titli)

-Yacoubian-byggingin

-Þriðji engillinn (saga um konur, alltaf gott)

-Ljóð.is (komin ný bók sem ég er ekki í svo hún er ekki eins góð og hin en algjört möst samt)

-Sjáðu fegurð þína (eftir Kristínu Ómars og NR. EITT Á LISTA)

 

Svo langar mig í ipodinn minn aftur.

Og dekur, nudd til dæmis alltaf vel þegið.

Græna prjónavettlinga í bandi í staðinn fyrir þá sem ég finn ekki.

Hulstur utan um ipod sem ég á ekki en ætla mér að eignast.

Heyrnartól til að setja inn í eyrun því gleraugun eru fyrir ef ég reyni að setja þau utan á eyrun. 

Inneignarnótu í Smárann svo ég geti keypt mér föt (eyði peningum í mat eða barnið mitt svo betra að fá gjafakort)

Svo bara veit ég ekki um neitt meira. Skrifa það þá seinna.

Ef einhver á eftir að kaupa gjöf handa Rakel þá má endilega kaupa bækur eða geisladiska með sögum. Hún fær nóg af öllu öðru. Má líka kaupa eitthvað í baðið, veit ekki hvort Börn náttúrunnar er farin á hausinn en hún var með baðleir án allra aukaefna, ekkert eitur út í baðvatnið hjá krílinu mínu.

Hrund langar í Ótrúlegt en satt bókina og Heimsmetabók Guinness (eða hvernig sem það er skrifað) og svo er örugglega alltaf hægt að gefa henni fleiri perlur og svoleiðis í föndrið og útskurðarblöð.

Okku Hrund má gefa inneignarnótu í Kringlu eða Smára, 10 lítra stálpott, handryksugu, rúmföt, svefnpoka (okkur vantar allar en þeir eru víst svo dýrir, þurfa samt ekkert að vera fancy), stálpottasettt í útileguna, púsl (1000 bita), dekur sem við getum farið saman í, risastóru dýrabókina sem var að koma út. Og veit ekki meir.

Erettekki flottur listi bara? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alls ekki óþægilegt, heldur gott. Fleiri mættu gera slíkt hið sama. Held að oft sé stór hluti af vandamálunum að það er ekki hægt að tala um þau. Þetta var eitthvað undarleg setning.

Maður veit bara ekki alltaf hvað maður á að segja við svona færslur. Stundum er kannski lítið að segja, nema kannski að senda stuðningsstrauma:) Miklu auðveldara að kommenta á páfagaukafærslur:)

Hlíf 4.12.2008 kl. 20:22

2 identicon

Já, sammála Hlíf. Það er líka örugglega gott fyrir þig að geta einhvers staðar fengið útrás fyrir þetta!

og hei... liggaliggalá er með ýktæðislega sniðuga jólagjafahugmynd í smíðum handa þér :) bara lítið og ódýrt sko... en samt sniðugt!

Gyða 4.12.2008 kl. 21:57

3 identicon

Gyða: Mér dettur bara eitt í hug handa þér en það er ekki svo ódýrt. Bíddu, nú datt mér annað í hug. Ódýrt en skemmtilegt.

Kristín og Hlíf: Ég er að hugsa um að gefa ykkur smá jólgjöf líka, ódýra bara og krúttlega. Þið þurfið samt ekki að gefa mér, mér finnst bara svo gaman að gefa þótt gjafirnar séu extra ódýrar hjá mér í ár. Er samt búin að pæla í þeim sko.

Já, það er gott að fá útrás, hluti af því að vinna mig út úr þessu. En mér finnst líka svo mikilvægt að það sé talað um þessa sjúkdóma. Af hverju haldiði að ég skammist mín svona mikið vegna þeirra? Auðvitað eru þeir þess eðlis að þeir koma inn hjá manni mikilli skömm en mest held ég að ég sé lituð af samfélaginu. Bæði er fullt af fólki með gífurlega fordóma og svo eru líka margir sem vita svo lítið um þessa sjúkdóma, segja manni að hrista af sér myrkrið og fara út að hlaupa í stað þess að vera heima að æla og gera vitleysu. Það vill vel, ég veit, en ég held að öllum liði betur ef þeir fræddust aðeins um geðsjúkdóma (vá, ég ætlaði ekki að geta skrifað þetta orð).Og þá meina ég ekki bara að lesa einhvern bækling heldur einmitt lesa reynslu fólks. Ég lifi fyrir það að þessir sjúkdómar hafi gefið mér mikið og gert mig reynslunni ríkari, að mér hafi verið ætlað að komast í gegnum þetta. Annars höndla ég ekki að hafa eytt svona mörgum árum í þetta, að verða aldrei alveg frísk.

Les quero mi familia querida del trabajo (Kristín: ef þú skildir þetta ekki þá var þetta ástarjátning til vinnufjölskyldunnar einustu fínustu).

dr 5.12.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband