Úps

Já, úps! Ég er eitthvað of tjilluð fyrir þessi spænskupróf. Ekki málfræði sko, sjitt, setningafræði á spænsku, það er hardcore. En kvikmyndir Spánar og Bókmenntir RA. Ég er búin að fara yfir efnið fyrir bæði fögin og glósa og rifja upp. Ég mætti bara svo úber vel og lærði ALLTAF heima (trúiði þessu). Svo eru prófin 50% og 60% og ég fékk 9 fyrir ritgerðina, fyrirlesturinn og útvarpspistilinn sem ég vann með hópavinnufélaga mínum í kvikmyndum svo þar er ég komin með fín 40%. Svo fékk ég 9 fyrir fyrri fyrirlestur minn í bókmenntum, á eftir að fá út úr ritgerð þar og seinni fyrirlestri en held nú að mér hafi gengið vel. Ég er bara nokkuð klár á því sem er til prófs, á líka eftir hitting með fólki þar sem við ætlum að tala þetta í tætlur. Svo ætla ég að eyða meiri tíma í þetta eftir fyrsta prófið. Æ, ég er bara að skrifa upphátt (eða sko ég er ekki að tala upphátt). Verður þetta ekki í lagi? Mér finnst best í heimi þegar fólk segir: Þetta verður allt í lagi. Þá er ég bara alltaf, já er það? Frábært. Þá er ég ekkert kvíðin lengur.

Alveg eins og litlu börnin. Í alvöru samt. Um daginn dúndraði ég vitlausabeininu í eins og venjulega og Hrund stóð hjá mér þegar ég æjaði.'Æ, ástin mín' sagði hún og vorkenndi mér mikið. Mín ósjálfráðu viðbrögð voru að ota handleggnum að henni svo hún gæti kysst á meiddið. Sem hún gerði. Ekki alveg í lagi sko.

Datt held ég örugglega úr kjálkalið eða eitthvað í fyrrdag. Fékk mér eitt glerhart ópal og kjálkinn bara rann til hægri vinstri og svo bara ískr og búmm: Gat ekki lokað munninum alveg eða opnað, gat alls ekki bitið jöxlunum saman vinstra megin og var svo illt að ég táraðist. Ég var enn þá verri daginn eftir og gat varla borðað, fékk mér súpu og mjúkt brauð sem ég tuggði með framtönnunum og renndi svo bara niður í stórum bitum. Um kvöldið ákvað ég að reyna að redda þessu sjálf. Ég píndi mig til að bíta jöxlunum saman sem mér ætlaði reyndar aldrei að takast, bæði vegna þess að það var einhver fyrirstaða og svo vegna þess að þetta var svo helvíti vont. En á endanum tókst það, heyrðist geðveikt hátt KLIKK og ég var sem ný. Eða samt ekki. Er enn þá helaum og kjálkinn virðist færast eitthvað til öðru hverju og þá neyðist ég til að bíta saman aftur þangaði til ég heyri og finn klikkið. Undarlegt alveg hreint.

Davíð frændi fór í bakuppskurð á mánudaginn og þarf að vera uppi á spítala í 10 daga greyið. Fór að heimsækja hann gær og fékk strax í magann eins og ég fæ þegar ég sé fólk sem mér þykir vænt um með slöngur út um allt, og þá sérstaklega í HÁLSSLAGÆÐ eins og Dabbus. OJ. Við fórum að rifja upp gamla tíma (ég er orðin svo gömul) og af nógu að taka.

Við Davíð höfum verið bestu vinir síðan við vorum peð. Síðan við vorum rétt farin að labba og ég ýtti honum í kerrunni minni sem ég vildi aldrei sitja í, hann ljóshærður í rauðum smekkbuxum, ég öll dekkri með pínlítið hár, í bláum smekkbuxum og með snuðið mitt einasta. Seinna þegar ég var fimm og hann sex bjuggum við mamma í Lundi og hann og Valdís í Köben og ætli við höfum ekki farið á milli hverja helgi. Þegar við fluttum heim bjuggum við fyrst í íbúðinni hennar Valdísar og svo með Valdísi og Davíð og Kalla bróður hans (eftir að þau fluttu heim) og ég og Davíð vöknuðum saman og sofnuðum saman. Við mamma fluttum svo í stiganginn við hliðina og ég og Davíð gengum í sama skóla. Hann er þremur mánuðum eldri en ég, einum bekk á undan mér.

Allar helgar fór ég yfir til Davíðs og við borðuðum kókópöffs og horfðum á afa. Svo æfðum við okkur í að hoppa niður allar tröppurnar í einu í stigaganginum hjá honum (af því að þar var teppi og ekki eins vont að detta og hja mér þar sem þú dast þá bara á steypuna, hrundir er líklega réttara að segja). Þegar ég horfi á þessar tröppur í dag (Valdís býr á sama stað) þá er mér fyrirmunað að skilja það hvernig 7 ára börn fóru að þessu. Ég hékk líka endalaust með honum og vinum hans sem stríddu mér alltaf þangaði til ég varð brjáluð eða fór að grenja. Svo gerðum við ýmis prakkarstrik, Davíð einstaklega lúmskur við að plata mig til að gera eitthvað svo ég gæti tekið skellinn.

En hann elskar sko frænku sína. Ég gisti hjá honum þegar mamma hans skrapp út og við hlustuðum á Jón spæjó og ég gillaði hann. Svo þegar það var komið að honum að gilla mig var hann alltaf sofnaður. Hann strauk á mér kinnarnar og sagði að ég væri alltaf með mýkstu kinnar í heimi og svo kenndi hann mér að dansa eins og M. Jackson og grípa um punginn á mér sem ekki var til staðar. Við fórum í kapp um hver væri fyrstur að klára 1/4 úr lítra af karamellusúrmjólk og hann vann alltaf. Við borðuðum rúnstykki í ofni með mariboosti og skinku og brölluðum eitthvað niðri í fjöru. Og svo kenndi hann mér að borða pepperóní á pizzu.

Það var stórt tómið eftir hann þegar hann flutti aftur til Danmerkur þegar hann var búin með 12 ára bekkinn og hann kom ekki heim aftur fyrr en fyrir nokkru árum, þá kominn til að vera. Við fórum samt saman á Hróarskeldu í millitíðinni og þegar ég var í lýðháskólanum var ég í Köben hjá honum hverja helgi og hann bar mig á höndum sér, passaði mig og gerði allt fyrir mig. Eftir að hann flutti heim hittumst við reglulega á frændsystkinakvöldum og í fjölskylduboðum og ég hef komist að því með tímanum að hann er ekki bara frændi minn. Hann er eiginlega stóri bróðir minn.

Pabbi hringdi áðan, hann og Símon fara til Nicaragua á morgun. Ég var næstum farin að grenja af því að tala um alla staðina sem ég hef farið á og þeir eru að fara á, um matinn yndislega besta besta besta, um ömmu, um tíu Mery sem ég gisti hjá og þeir gista hjá, um jarðaför systur hans sem verður 13. des., eina systkini hans sem ég hitti aldrei og nú er hún dáin úr krabba. Ég fór að hugsa um hitann, um plátano frito sem ég keypi í pokum á götunni, ég man hvernig hægt er skipta peningum á götunni, hversu troðið er í strætó og hvernig þú þarft að hoppa upp í ferð, áreitið frá karlmönnum, þvílíkt áreiti, markaðina, sólina, lyktina, fjölskylduna mína. Og pabba minn. Við vorum æðislegir vinir þegar ég var yngri en honum fannst voða erfitt þegar ég eltist og öðlaðist mjög sjálfstæðan vilja. Þegar hann var búinn að jafna sig á því urðum við aftur rosa góðir vinir og þegar ég tala við hann sakna ég hans svo rosalega. Mér finnst svo leiðinlegt að Rakel fái ekki að kynnast þessum afa sínum meira og mér finnst svo leiðinlegt að geta ekki heimsótt mi papito þegar mig langar til. Það er svo erfitt að hafa fjölskylduna sína svo langt í burtu og út um allar trissur og guð má vita hvenær ég sé eitthvað af þeim næst.

Ég er ekkert búin að læra, bara búin að blogga og tala við pabba í klukkutíma. Er núna að fara niður í bæ að ná í nýju gleraugun sem mamma ætlar að gefa mér. Þau eru græn og ógisslega flott. Drullaði mér líka loks í sjónmælingu, var farið að gruna að sjónin hefði versnað og það hafði hún heldur betur. Um 0,75. Í stað þess að vera með -1,75 eins og ég var með er ég með -2,5 og sjónskekkjan vinstra megin hefur versnað líka og svo ég sé mjög illa með því auga. Þetta á eftir að vera þvílík breyting og ég á örugglega eftir að fá hausverk. En ég verð allaveg fín!

Mig langar svo að hitta einhvern á kaffihúsi 22. des. Ég hef aldrei verið í neinu fríi fyrir jólin, alltaf verið búin 21. og bara farið beint að þrífa og eitthvað eftir það. Núna langar mig að rölta niðri í bæ og setjast með einhverjum á kaffihús og drekka einn kakóbolla. Vinnufjölskylda? Einhver sem hefur smá tíma aflögu?

Oh, gleymi alltaf að borða morgunmat, best að bæta úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ójá! pant hitta þig á kaffihúsi 22.des!! Krístín og Hlíf? Hvasegiði?

Mikið hljómarðu vel undirbúin fyrir þessi spænskupróf! Þetta verður í góðu lagi hjá þér ;)

Fékk alveg illt í kjálkann og tennurnar og gretti mig framan í skjáinn hérna á bókhlöðunni við að lesa um kjálkaískrið og búmmið!! ojojoj!

Gyða 5.12.2008 kl. 12:49

2 identicon

Takk fyrir kveðjuna skvís :)

Þú mátt velja um 2 addressur fyrir jólakortið  

nr.1 er Álfkonuhvarf 45, 203 Kópavogur

nr.2 er Bee and Church cottage, Church lane, Beckley, Oxfordshire, OX3 9UT, England

Hugsa að ég finni þig á já eða þjóðskrá, er það ekki skipasundið ennþá??

Ég veit að ég segi þetta alltaf, en bloggið þitt er alltaf jafn skemmtilegt :)  Jafnvel þegar þú talar um erfið eða þung málefni eins og þú orðaðir það.  Ótrúlegt bara hvað maður gerir sér enga grein fyrir hversu mikil áhrif þetta hefur allt saman (þunglyndið og átröskunin það er), gott að sjá (lesa) hvernig þú er að takast á við allt saman (vona að þetta hljómi ekki illa, því þetta er vel meint ...alltaf erfitt að setja svona í orð)

Áfram Díana

Arna 5.12.2008 kl. 18:51

3 identicon

Ég vil!

Er alltof rugluð til að kommenta meira. Var að vakna eftir alltof lítinn svefn, til að undirbúaa fyrirl. sem við höldum eftir tvo tíma. TVO tíma. SJITT. God ég er svo þreytt.

Hlíf 6.12.2008 kl. 08:05

4 identicon

Jeij, kaffihús. Hlíf vill, Gyðus vill, Kristín? Veistu Hlif þú ert eins og mamma, ég gæti búið til ótrúlega skemmtilega stuttmynd um þig. Kannski ég fari bara að gera það þegar ég er búin með master, stuttmyndir. Læt Davíð plögga mig eitthvað. Og þú verður celeb. Þarft ekki einu sinni að leika ... Og þetta er mjög vel meint, ég myndi bara gera stuttmyndir um skemmtilega fólkið.

Arna: Takk sömuleiðis, jú ég er enn í Skipasundinu. Sendi þér örugglega í Álfkonuhvarfið. Vonandi sjáumst við svo eitthvað um jólin. Knús á þig.

dr 6.12.2008 kl. 13:58

5 identicon

jeijj! Stuttmynd! Celeb! Jess!

Hlíf 7.12.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband