8.12.2008 | 15:11
Stórmerkilegt
Það er alveg stórmerkilegt hvað námskeið, og þá líka meðaleinkunn þeirra, geta verið mismunandi. Núna eins og svo oft er fólk alveg að skíta á sig fyrir Forna málið I, mismikið að sjálfsögðu, ónefnt tvíeyki á t.d. pottþétt eftir að fá 9 eða þar í kring. Ef ekki, þá er það vegna þess að prófið var helvíti.
Mér fannst forna málið erfitt og ég grenjaði mikið yfir því. Ég gat hins vegar ekki grenjað utan í neinum samnemanda þar sem ég þekkti engan með mér í námskeiðinu og eftir á sé ég að það hefur áhrif á einkunnir þínar, í alvöru. Stundum. Alla önnina grenjaði ég hins vegar mun meira út af setningarfræði. Ég bara skildi hana ekki og var viss um, og hef aldrei áður né eftir það verið raunverulega viss, að ég hefði fallið. Kom í ljós að meðaleinkunnin var 6 og ég var langt yfir henni. Af þeim 51 sem tóku prófið voru 9 sem féllu og 5 manns með hærra en ég. Kom í ljós að meðaleinkunnin í forna málinu var 6,5. Ég var líka yfir henni. Af þeim 44 sem tóku prófið voru 4 sem féllu og 11 sem voru með hærra en ég. Kannski ekkert svo slæmt.
Núna er setningarfræðin víst ekki svo rosalega flókin, enda annar kennari og já, bara ekki alveg sama námsefni. Ég er eiginlega pínu spennt að sjá hver meðaleinkunnin úr þessum fyrrnefndu tveimur fögum verður núna.
Svo bara verð ég að komast yfir það að einkunnirnar mínar séu ekki góðar. Ég er með þessa fínu meðaleinkunn og flottar einkunnir og þegar ég fer að skoða tölfræði í fögunum sé enn betur að ég hef staðið mjög vel.
Ég hefði samt viljað fá hærra í hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Æ, og fullt af öðrum fögum líka. Núna er ég hætt að skrifa áður en ég verð óánægð aftur.
En ég er búin að fara fyrir efnið fyrir strauma og stefnur. Ætla að byrja að glósa á morgun, taka mér svo pásu í því og fara að læra fyrir málfræðiprófið í spænsku sem er á föstudaginn.
Farin út með sjóþotuna. Aftur. Ætla að fara í göngutúr með Rakel, ég labba, hún situr. Reyni að fara út að labba í 20-30 mín. á hverjum degi núna þegar ég er að læra. Hef eitthvað þyngst aftur og ég ætla bara að sleppa ykkur við það að lesa um hvernig það lætur mér líða. Óþarfi að græta ykkur líka.
Nei, bíðið. Þótt ég hafi kannski þyngst eitthvað pínu aftur þá tekur það ekki frá mér þann frábæra árangur sem ég hef náð í haust: að standa í stað og léttast hægt og bítandi inn á milli. Húrra fyrir mér! Þetta hefur mér ekki tekist, hvorki að standa í stað né léttast á eðlilegan máta, síðan ég var 13 ára. Þetta er bara ótrúlegt afrek. Og þið elskið mig þótt ég sé með undirhöku og vömb. Eins gott því annars fáið þið enga jólagjöf. Í alvöru talað þá gefur þessi árangur mér svo mikið. Hann gefur mér fullvissuna um það að baráttan er ekki glötuð. Að þótt ég geti aldrei orðið alveg frísk þá get ég samt orðið frískari en ég er núna.
Aldrei að gefast upp.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú ert bestust og klárust og flottust!!!!
kv. Gyða fornamálslúði
Gyða 8.12.2008 kl. 23:32
sniff, en hrikalega fallega sagt
Loksins ertu komin út úr skápnum sem fornamálslúði, ég er búin að kalla þig það í laumi (með sjálfri mér) síðan í haust og upphátt við þig í svona mánuð og núna ertu búin að sætta þig við það.Þú fílar þetta.
dr 9.12.2008 kl. 09:28
Ég verð díana að vera sammála með þetta einkunnavesen. Ég þoli ekki að geta aldrei verið fullkomlega ánægð með það sem ég fæ. Jafnvel þó ég reyni að segja sjálfri mér að markmiðið sé að ná og að ná sé gott og allt meira en það sé plús þá tekst mér með engu móti að trúa þeirri rödd.
Held það sé að það að ég er svo mikil keppnismanneskja og þegar ég veit að það er hægt að fá 10 þá vil ég þá 10. Málið er bara að heilinn á mér er ekki þannig og ég held ég verði að sætta mig við að ég er svona meðalnámsmaður; sem á að vera í lagi, er það ekki?
inam 9.12.2008 kl. 10:38
Þú ert vel yfir meðallagi Inam. Og það er ég líka. En við eru einstakar með þetta. Við vorum ekkert að fagna þegar við náðum í einkunnirnar og gerðum ekkert til að halda upp á það að hafa náð og miklu meira en það. Við fórum heim í sitthvoru lagi og vorum í súru skapai. Þangað til við vorum tilbúnar að detta í það og drekkja sorgum okkar. Þ.e. í MH í gamla daga.
dr 9.12.2008 kl. 12:18
MH gamla daga, það voru dáldið magnaðir tímar. Ég held við gætum skrifað metsölubók um þann tíma og grædd helling á því.
Annars er ég að kommenta hérna til að lýsa yfir ósætti á commenti á mínu bloggi. Ég var að vonast til að við gætum kannski gúffað í okkur á santa maría þegar ég kem heim í þann stutta tíma sem ég stoppa. Ég get allavega sagt þér að ég nenni ekki að fara í sömu vigt og ég var í back in the days áður en við getum hist. Og þú ekki heldur, hef grun um að við séum báðar sætari og hressari núna en fyrir hva....fukk 6 árum (jésús!)
inam 9.12.2008 kl. 13:55
Já, kannski ég ætti bara að hitta þig. En það er bannað að beila svo á mér stelpurass. Ég er líka alveg viss um að þú lítur mjög vel út enda hefur þú ekki þyngst um 20 kíló eins ég. Þú ert bara fit og hraust og hress en ég er bara einhver blaðra. En ég er svo sem enn þá skemmtilegt, get enn þá talað fyrir spikinu ...
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 10.12.2008 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.