Arg!

Hár: Eins og alltaf það sem ég kann best að meta við sjálfa mig

Hæð: Eins og með hárið, úbersátt og hef verið síðan ég ákvað að vera það

Þyngd: Veldur mér endalausri kvöl, er aldrei til friðs, étur upp hamingju mína

Geð: Ekki gott, ljótar hugsanir of margar, samviskubit yfir að borða mat yfirþyrmandi, hræðsla, ótti

Stress: 8 á skalanum 1-10 og fer hækkandi. Jólatré, bakstur, þrif, eldamennska, barnsfaðir og planleggingar, jólgjafamálun (ekki spyrja), sinna barni, afmæli, fugl. Reyna að sofa og borða eðlilega (stress og vanlíðan vekur hjá mér rosalega löngun til að borða, áður hefði ég gert það og ælt en það er bannað að æla, þess vegna breytist ég í fíl bráðum). Læra. Sjitt. Ég gleymdi næstum að skrifa það.

Sígarettur: 0 í 8 daga (ömurlega leiðinlegt, það er svo gaman að reykja)

Áfengiseiningar: Engar síðan í afmælinu hennar Gyðu (ömurlega leiðinlegt, það er svo gott að drekka)

 

Elísabet Rósin mín á afmæli í dag. Til hammara með ammara einasta, fallegast, ljúfasta, yndislegasta systir mín sem ég beið eftir í mörg ár og hef elskað svo mikið síðan ég leit hana fyrst augum. Kenndi þér að reima, kenndi þér faðirvorið, passaði þig eins og þú værir mitt eigið kríli, huggaðið þig, skeindi þig, svæfði þig, las fyrir þig, söng fyrir þig, hjálpaði þér á pínóinu ... Með hverju árinu minnkar aldursmunurinn á milli okkar. Sakna þess að vera ekki heima hjá mömmu að læra í prófunum og taka mér pásur og spjalla við þig (ég er bíllaus og þar sem ég þarf alltaf að sækja Rakel þá er ég bara föst hérna heima). Sjáumst á eftir þegar ég kem með gjöfina.

Ég man núna hvað ég ætlaði að segja í síðasta bloggi. Þegar við mamma fórum að kaupa gleraugun mín fengum við okkur að borða á eftir á Santa María. Mamma hafði heyrt um staðinn en hvorug okkar farið þar inn. Þetta er mexíkóskur staður á Laugarveginum í eigu Mexikana og konunnar hans. Allir réttir kosta 990 krónur og eru réttirnir alveg týpiskir mexíkóskir. Nammmmmmmmm. Þarna eru ekta MAÍSTORTILLUR, salsa verde, frijolitos ... Ég fann bragð sem ég hefi ekki fundið síðan ég var úti í M-Ameríku, bragð sem ég hélt að ég myndi ekki finna á næstunni. Ég táraðist úr nostalgíu þegar ég fór að hugsa um fósturömmu, fincuna og tortillurnar hennar í Costa Rica, um fyndnustu ömmuna í heiminum sem ég á Nicaragua og baunirnar og tortillurnar og eggin sem föðursystur mínar elduðu handa mér og Tinnu og svo auðvitað um mig og Tinnu í Mexíkó. Æðislegt.

Þeir voru enga stund að töfra fram réttina handa okkur mömmu og á meðan spottaði ég eigandann. Ekkert smá sætur, ungur strákur með latinosvip, svartar krullur og í íslenskri lopapeysu. Hann var mikið að horfa á mig, pottþétt að velta þjóðerni mínu fyrir sér. Eftir þess dýrindismáltíð fórum við og borguðum og töluðum við eigandann og hrósuðum staðnum og matnum. Þið verðið að fara þangað. Tinna, hefurðu farið þangað? Ég veit þú elskar þennan mat eins og ég. Og Gyða ef þú gerir það líka pant fara með þér þangað einhvern tíma. Og svo allir hinir sem hafa ekki verið í Mið- eða Suður-Ameríku en fíla svona mat. Svo var sér matur fyrir los gringos, kanana, hehehe. T.D. hægt að fá hamborgara og franskar og svo hið alameríska hveititortilluburrito.

Tók mér smá lærdómspásu í gær og fór á lagersölu hjá Manni lifandi. Var reyndar ekki mikið af mat en ég keypti tröllahafra og grillaða papriku í hummusið mitt, hlaup með ávaxtasafa og án litarefna (fyrir Rakel um jólin eða eitthvað), spelt pasta, krydd og svolítið af snyrtivörum. Núna á ég líka mosagrænan augnblýant úr þessari uppáhaldslínu minni (á brúnan, svartan og skærgrænan og svo maskara) og tvo mismunandi liti af glossi og græna augnskugga. Og já og jess, naglalakk! Loksins naglalakk án kemískra efna, hitt er svo mikill viðbjóður. Ekkert smá glöð með þetta.

Um daginn voru mægður í sturtu og ég fór inn á bað til þess að biðja Hrund að þvo Rakel um hárið. Lítil stóð fyrir framan stóra, báðar næpuhvítar með hárið slegið og á bak við álfaeyrun, sama haka og fallegar varir. 

'Þið eruð alveg eins' varð mér að orði.

'Neeeeei mammí, við erum ekki eins' sagði krílið hneikslað.

'Ég er rauðhörð og mamma er gulhörð'.

Já auðvitað þær eru ekki eins harðar. Eða hærðar eins og ég myndi segja.

Best að fara að draga Rakelitu á snjóþotu á leikskólann og drulla mér svo að læra. Er svo lengi að komast fyrir allt efnið fyrir strauma og stefnur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta komment á við þessa færslu og aðra aðeins aftar (hef nefninlega ekki kveikt á tölvunni minni í 5 daga, hugsa sér!!!!). ég var að horfa á viðtal við Stefán Mána í gærkvöldi og hann sagði svolítið sem mér fannst áhugavert "mótvindur er bara mótvindur ef þú snýrð andlitinu í hann en breytist í meðvind ef þú snýrð þér" (eða eitthvað svoleiðis) ætla að skilja þig eftir með þetta til umhugsunar. ;o)

Yfir í annað, kem að kvöldi 28 og fer miðjan dag 3....... best að láta vita svo þú getir fittað mér inn í skipulagið ;o)

Allt verður gott......

Odda Podda 8.12.2008 kl. 12:58

2 identicon

Mmm, namminamm, já, ég hef farið á Santa María. Þetta er eini staðurinn á Íslandi sem selur ekta RA rétti, ekki eitthvað Tex Mex. Kærasti vinkonu minnar er frá Mexíko og hann segir að maturinn þarna bragðist eins og matur mömmu hans :).

Ég ætlarði akkurat að fara að spurja þig hvar þú keyptir náttúrulegu snyrtivörurnar. Veti það núna ;). Held nefnilega að ég sé með ofnæmi fyrir maskaranum míum og vil prufa eitthvað annað.

Gangi þér vel að læra og höndla jólastressið! Un besito! 

Tinna Rós 8.12.2008 kl. 13:30

3 identicon

Heyrðu, manstu þegar við gengum út um alla Tulum, glorsoltnar, í leit af burrito sem hvergi fékkst? Híhí :)

Tinna Rós 8.12.2008 kl. 13:33

4 identicon

Tinna: Já, við vorum svoooo svangar og héldum að þetta væri eitthvað týpískt mexíkóskt, maður skammast sín fyrir að hafa verið svona ameríkanaseraður. Svo á endanum fengum við bara stafla af tortillum og allskonar góðgæti með. Nammm. Sjitt hvað það var gaman þarna. Manstu rúmið í strákofanum? Og el lobo? Freðna fólk sko. Og pinninn í eyrað. ÁÁÁÁÁÁ. Æði. Verðum að hittast bráðum og skoða allar myndirnar úr ferðalaginu. Er svo fegin að við vorum ekki með digitalmyndavél!

Oddný: Ég veit þú verður með eigin íbúð, annars myndi ég panta að hafa þig bara heima hjá mér. Vil endilega fá að bjóða þér í mat helgina sem þú kemur og svo kíkið þið Katla til okkar á gamlárs. Svo spjöllum við og knústumst eins oft og við getum áður en þú ferð bestasta besta. 

Gyða: Ég á einmitt maskara frá þeim. Þú ættir kannski að fá að prófa hann hjá mér áður en þú kaupir. Ég einmitt get bara ekki verið með venjulega maskara, mig klæjar svo hræðilega í augun. Un besito para tí también chela.

dr 8.12.2008 kl. 13:54

5 identicon

Bíddu bíddu.. Hvar sérðu Gyðu vera að tala um maskara? Þetta er bara ég, Tinnan, sem er að missa sig í bloggi og fésbók þegar hún á að vera að læra :S.

Tinna Rós 8.12.2008 kl. 14:15

6 identicon

Já, gleymdi að segja: Jahá, ég man eftir öllu :). Það eru kostir og gallar við að hafa ekki verið með digitalvél. Það er náttúrulega kostur að þegar maður er með filmu setur maður hana strax í framköllun en aftur á móti tekur maður mun færi myndir. Ójá, ég er til í nostalgíuhitting í jólafríinu :)

Ok, núna er ég hætt að kommenta, enda kemst ég ekkert áfram í lærdómnum!

Tinna Rós 8.12.2008 kl. 14:38

7 identicon

Sjitt, hvað maður er steiktur. Ég er að segja þér það, ég verð alltaf svona í prófum, veit ekkert í minn haus, sbr. fyrri færslu um jólakort. Las bara að komment nr. tvö væri frá Gyðu. Anywho. Þú færð alveg sama svar nema kannski ekki chela í lokinn :)

dr 8.12.2008 kl. 16:12

8 identicon

hér er ég!! og já, ég hef sko farið þangað að borða. Í eitt skiptið sat ég meira að segja þarna í 5 klukkutíma og fékk mér tvisvar að borða :D :D Við verðum að gera okkur ferð þangað bráðum, kannské á föstudaginn??

 Hahahaha! Rakel er svo fyndin! Rauðhörð! Yndislegt!

 Gangi okkur öllum vel að lesa :)

Gyða 8.12.2008 kl. 23:38

9 identicon

Gyða: Ég væri geðveikt til í að fara með þér á föstudaginn en ég er ekki búin í prófi fyrr en hálf fjögur og þarf að ná í Rakel klukkan hálf fimm. Oh. Mig sem langar svo að hitta þig aðeins. Öll prófin í spænsku eru eftir hádegi, það er eiginlega alltaf solleis.

dr 9.12.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 56515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband