10.12.2008 | 09:37
Jóla ...
... tré var keypt í gær. Fórum í Blómaval og keyptum útlenskt tré í ár. Keyptum íslenskt í fyrra af því að þau eru svo falleg og ný tré gróðursett í staðinn fyrir hin. Það hins vegar stingur svakalega og Rakelitan átti mjög erfitt með að skreyta það. Svo felldi það barr eins og því væri borgað fyrir það og þegar maður er með barn sem er sífellt að reyna að dansa í kringum tréð og leika sé í því þá er það bara ekki hægt. Fundum sko flottasta útlenska tréð, starfsamaðurinn var sammála okkur um það, sagðist hafa verið að horfa á það allan daginn. Núna er það að hvíla sig úti á svölum, veit líklega hvað bíður sín. Þarf að vera fínt og brosa út í eitt allan daginn án þess að láta á sjá.
Robbi hringdi og spjallaði við Sprundina (Já, þau þarna sem eiga barn saman töluðu saman í staðinn fyrir að ég talaði við Robba, eitthvað sem stundum, bara stundum, lætur mér líða eins og ég eigi þrjú börn en ekki eitt því oft þarft að mata hluti ofan í þau öll, englana mína. Hvar væru þau án mín? Skötuhjúin hafa oft þakkað mér fyrir að vera hluti af lífi þeirra og Rakelar, pínu haltur leiðir blindan dæmi hjá þeim, Rakel finnst ég aðallega ráðrík held ég. Ég hef allavega lyklavöld á þessu heimili hvort sem mér líkar það betur eða verr, vildi samt eiginlega bara hafa fullkomna stjórn eða enga, svona er maður klikkaður) um jólin, samtal sem ég kvíði á hverju ári. Vil ekkert vesen, engin leiðindi, vil bara halda jól með barninu mínu en leyfa því líka að njóta pabba síns. Ég held að það sé svona að komast hefð á þetta hjá okkur: Ef Robbi er ekki að vinna fer Rakel í heimsókn til hans á Þorláksmessu en fer með okkur niður í bæ um kvöldið. Hún er svo hjá okkur á aðfangadag og fer til pabba síns annaðhvort á jóladag eða annan í jólum og er yfir nótt ef það er mögulegt. Við skiptum svo gamlárs á milli ára.
Í ár er Robbi að vinna á Þoddlák svo ég og Rakel verðum líklega bara að dúlla okkur þangað til Hrund kemur heim en þá förum við á okkar árlega rölt. Það er aldrei að vita nema við kíkjum á tendó á aðfangadag eða fáum hana hingað, viljum allavega endilega hitta hana í einn kaffibolla en svo erum við bara þrjár, flottasta fjölskylda í heimi í matnum. Mammar, Valur fyrrverandi fósturpa og systkini koma svo eftir matinn (mömmu leiðist bara svo án mín, þannig er það bara) og við ætlum bara að hafa það kósý. Æðislegt bara. Rakel fer svo til pabba síns eftir samkomulagi milli jóla og nýárs en við erum með hana á gamlárs. Jei!
19. desember þarf ég að elda súpu fyrir eitthvað um 40 manns. Eruði ekki að grínast í mér. Það er gaman að prófa einu sinni að halda afmælið saman en ég hef á tilfinningunni að þetta sé aðeins of kreisí til þess að gera þetta alltaf. Það verður mun meira af fólki í þessu blessaða barnaafmæli heldur en í fermingunni minni, hvað þá stúdentsveislunni. O, my lord. Ég er bara ein lítil stelpukona sem eignaðist allt í einu tröllabarn sem á 550 nána ættingja.
Í gær fékk ég kvíðakast. Það hlaut að koma að því. Það lýsir sér þannig að ég er t.d. að læra en næ ekki að einbeita mér. Ég byrja að súmma út, sé allt í þoku, vælandi sónn í eyranu, á erfitt með andadrátt, get ekki hugsað. Náði mér loks niður og skrifaði nákvæmt plan. Hvað ég ætla að læra á hverjum degi og hvað ég á eftir að gera fyrir jólin. Hvern ég þarf að hitta fyrir prófin og hvenær. Held að þetta sé nokkurn veginn á hreinu. Á bara eftir að plana einn hitting með Gyðu og einhverjum en Gyða er að drukkna í prófum akkúrat núna svo ég vil ekki trufla hana. Hún nýtur friðhelgi frá plönum mínum sem er mjög sérstakt, búin að plana hitting með hinum. Sýnist ég ná að klára þetta allt. Púlsinn var samt á milljón í gær. Fór í nálastungur og Linda spurði mig hvort ég hefði verið að hlaupa. Ég labbaði nú bara af biðstofunni og inn til hennar svo ekki var það þess vegna sem hjartað var á leið út úr brjóstinu. Svo var ég svo stressuð að ég mundi ekki hvað ég ætlaði að gera á eftir sem var að ná í verkefni upp í skóla. Djöfull. Var orðin svo stressuð þegar við vorum búnar að kaupa jólatréð að ég var komin með minn kunnulega stressmagaverk og gat varla gengið. Tók svo góða læritörn heima hjá mömmu og gat slakað á með Hrund áður en ég fór að sofa. Díses. Er bara nokkuð róleg í dag. Planið í huga mér er á rípít.
Á mánudaginn fór Hrund í próf í kvöldskólanum og við Rakel heim til mömmu að færa Elísabet gjöf og borða köku. Amma og afi komu líka og við sungum fyrir Bebe (sem Rakel benti á hugsi á að ENGINN vissi núna hvort hún væri kona eða stelpa) og höfðum gaman. Rakel hafði daginn áður fengið að setja upp fjárhúsið hennar mömmu og raða einhverjum dýrlingum eða englum og Jesú og co. og svona. Mamma spurði svo hvort hún hefði verið að breyta eitthvað röðinni á fígúrunum þar sem við sátum og átum köku á mánudaginn. Já, Rakel hafði verið að leika sér og ekkert með það, mátti alveg sko. Henni fannst hins vegar nauðsynlegt að skýra nýja uppröðun betur:
'Þeir sem eru úti (en ekki inni í fjárhúsinu) þeir eru úti að reykja'
Sagði barnið hátt og snjallt.
Í fyrsta lagi talar enginn heima hjá okkur um að fara út að reykja, við förum (eða ég fór, hætt sko, liggaliggalái, nei djók, það er hundleiðinlegt) út á svalir.
Í öðru lagi voru amma og afi antireykingarmenn sitthvoru megin við mig í sófanum.
Í þriðja lagi var þetta svo sjúklega fyndið að ég næstum kafnaði á kökunni.
'Ha, hvað sagði hún' spurði amma sem ég var ekki svo leið yfir akkúrat á þessari stundu að væri hálf heyrnarlaus.
'Út að reykja. Gera þær það, fóstrurnar á leikskólanum hjá henni' spurði afi.
Dísús.
Elísabet var eldrauð í framan og horfði upp í loft í von um að geta hætt að hlæja. Mamma hristist á stólnum af hlátri sem og ég. Hljóðum hlátri samt. Sást bara að að ég var að springa af því að tárin láku niður kinnarnar og niður á kökuna. Græt alltaf þegar ég hlæ.
Hún fer alveg með mig stundum, rauðhaus.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha. Þetta er alveg eins og sena í einhverri grínmynd.
Hlíf 10.12.2008 kl. 11:31
Með "íslensku" tré áttu þá við rauðgreni og útlensku normansþin? Rauðgreni er mitt uppáhald en það hrynur rosalega af því. Mér finnst normannsþinurinn og fura líka falleg, en þau eru gisnari og taka líka meira pláss. En ef maður hefur pláss þá myndi ég alveg kaupa þau líka.
Veit ekki hvort við Einar kaupum okkur jólatré því að við verðum líklega mikið heima hjá foreldrum okkar. Verð þó að játa að mig langar svolítið ...
Hlíf 10.12.2008 kl. 23:15
vá Hlíf! Rosalega veisti mikið um jólatré! Eina samnefnið yfir slík tré sem ég kann er grenitré :)
Já sjitt... ég er alveg búin með batteríin núna! Þarf að hlaða vel í nótt :) Þú mátt samt alveg plana með mér sko!
Hrikalega er Rakel fyndin!! Vitringarnir bara úti í smók! Ahahahaha :D
Mig langar ekki í fleiri próf! ARG
Gyða 10.12.2008 kl. 23:31
sakkna afa þíns, hann er alveg æði! ég hefði sko sagt honum að stubbahús væru standard búnaður við alla innganga á leikskólum, síðan hefðum við geta pælt svolítið í því :o)
Oddný 10.12.2008 kl. 23:48
Bwahhahaha Oddný. Þið afi sko. Þú hefur bjargað öllum fjölskylduboðum með því að tala við afa. Hann hefur ekkert í þig. Getur ekki talað þig í kaf, veit ekki meira en þú um Vopnafjörð. En honum þykir ósköp vænt um þig.
Hlífin: Jamm, Rauðgrenið er svo óskaplega fallegt þannig við keyptum svoleiðis í fyrra í fyrsta skipti. Að koma því í bílinn og heim (það var frekar stórt, við erum svo veik fyrir þeim, man samt ekki hversu stórt, kannski 170, allavega stærra ég) var helvíti. Það stingur svo hræðilega og svo hrundi af því við tilfæringarnar. Svo hrundi af því þegar við tókum það inn og festum í stand og svo hrundi svakalega af því þegar við vorum að reyna að skreyta sem var mjög sársaukafullt. Við sópuðum kílói af nálum á hverjum degi þangað til við tókum það niður.
Annars höfum við alltaf keypt normanninn (ég er ekki svo hrifin af furu, pældu samt í hversu útlitsfixeraður maður er þegar kemur að blessuðum trjánum) en ég er sammála þér með það þau tré eru oft svo rassstór og gisin að ofan. Þetta er perulag, greyin að vera svona. Við fundum hins vegar hið fullkomna tré núna, það er ekki svona gisið að ofan og ótrúlega jafnt og vel vaxið. Ef þið komið í jólaboð til mín þá sérðu það. Það er mitt stolt og yndi.
Ég dýrka jólatré og allt sem fylgir þeim. Auðvitað fáið þið ykkur lítið tré, það er ekki eins og þið séuð burtu öll jólin. Getið líka sett það upp snemma. Eins og ég bloggaði um einu sinni var sú hefð hjá mömmu að gera eitthvað öðruvísi hver jól, kom allavega þannig út. Einu sinni settum við tréð upp á Þoddlák, svo ákváðum við næstu jól að gera það viku fyrr svo tréð nyti sín betur og í lengri tíma. Við Hrund höfum bara sett það upp eftir hentisemi og þegar Rakel er heima til að skreyta.
Gyðus: Já, við erum í öfugri prófatörn þinns og minns, þú fyrst í þrjú og svo færðu fullt af tíma fyrir síðasta (er það ekki annars), ég fyrst í eitt og svo í þrjú í röð í lok næstu viku. Ég veit ekki á hverju ég geng, einhverri maníu kannski, því öll batterí eru búin. Er að rembast við að koma öllu jólastússinu inn í prófplanið (og samt er ég ekki með mikið jólastúss á dagskrá og er búin að gera helling, það er bara alltaf eitthvað). Annars hefur þút pottþétt staðið þig vel, og miklu betur en það proffinn þinn (eitthvað verð ég að kalla þig í staðinn fyrir fornamálslúða, nei bíddu, þú átt annað námskeið eftir, sjæse).
Ég var bara að spá í hvort við gætum mælt okkur mót annaðhvort sunnudaginn 14. des. eða þriðjudaginn 16. des. (eða eitthvað báða dagana), þetta eru einu dagarnir sem ég hef. Fyrir þann tíma verð ég líklega ekki búin að glósa þetta allt. Kæmist reyndar kannski líka eftir hádegi á laugardag. Láttu mig bara vita. Ég þarf nauðsynlega að kryfja afbyggingu og hugmyndafræðigangrýni. Hey, manstu verkefnið sem ég gerði á meðan ég drakk 3 litla bjóra? Besta einkunn til þessa
Og Kristín. Baulaðu nú ef þú ert þarna úti.
Og litla fjölskyldan mín, munið hitting mánudaginn 21. des. Vei, vei
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 11.12.2008 kl. 09:36
mér þykir nú vænt um þau afa þinn og ömmu líka, þau eru frábær! En þið þarna Díana og Hlíf, hafið þið ekki pælt í að auka tekjurnar í desember með sölu á jólatrjám, eða gerð fræðsluþátta um jólatré, gæti verið svona jóladagatal !!!! eruð þið kannski á vitlausri braut í lífinu og ættuð að vera í garðyrkjufræði í stað íslensku....
Oddný 11.12.2008 kl. 11:18
Góð hugmynd. Ég er svooo þjálfuð í því að velja jólatré og pæla í þeim (við mamma vorum alltaf svona óþolandi kúnnar á jólatréssölunum sem þurftum að fá að skoða ÖLL jólatrén og líka þau sem voru ennþá úti í hrúgu.. og þurftum svo að fara á alla hina sölustaðina líka til öryggis) að ég er viss um að ég gæti orðið góður jólatrésráðgjafi.
Hlíf 14.12.2008 kl. 11:19
En já Díana. Furan er mjög spes og oft frekar ljót greyið, en ef hún er falleg er hún rosafalleg, eða það finnst mér. Og svona svolítið töff einhvern vegin.
Við (þ.e. heima hjá mömmu og pabba) erum alltaf með rauðgreni, vegna þess hvað það er fallegt en líka vegna þess að það er mjög lítið pláss í stofunni, við viljum hafa tré sem nær upp í loft og við þurfum að geta gengið í kringum tréð... því við dönsum í kringum jólatréð (og stundum erum við ekki mjög mörg svo tréð má ekki vera feitt:)). En það er þetta með hvað hrynur af því, tréð okkar í fyrra var til dæmis aaaalveg ómögulegt, en það er ekki alltaf svona. Galdurinn ku vera að sjóða endann á jólatrénu en það er nú ekki hlaupið að því þegar þetta er 3 metra tré. Svo þarf líka að passa að vökva nóg!
Jæja, nú er ég hætt að snýkjublogga um jóltré.
Hlíf 14.12.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.