Aðeins bara

Það er eitthvað að hjá mér bara. Var bara að læra íslensku í gær í stað spænsku. Gat bara ekki hugsað mér að draga fram málfræðidoðrantinn, strærðfræðibókina eins og Anton kallar hana, og byrja að berja þetta inn í hausinn á mér. Stupid. Núna hef ég bara daginn í dag og fyrir prófið á morgun til að stússast í þessu.

Loksins búin að fá einkunn fyrir öll fjögur verkefnin í íslensku sem ásamt mætingu í umræðutíma gefa 40%. Er með fína einkunn þar, núna er bara að massa þetta próf, það verður eins uppbyggt og verkefnin svo ef ég gleymi ekki öllum hugtökunum ætti ég að geta eitthvað.

Sprundin er búin í sínum prófum, kláraði í gær. Kennslan í kvöldskólanum er ekki upp á marga fiska svo hún er ekki viss um að ná öðru faginu. Það er alltaf gert ráð fyrir því að fólk hafi einhverja brjálaða reynslu og ef það hefur hana ekki á það bara skoða heimsíðuna hjá Byko og eitthvað krap. En hún reyndi þó.

Búið að plana hvar og hvenær Rakel verður um jólin. Robbi er að vinna svo mikið að hann tekur hana bara annaðhvort á jóladag eða annan í jólum og er með hana yfir nótt og svo er hann með hana á nýársdag. Ég bara svo lukkuleg með að þetta gekk allt vel og að allir eru sáttir.

Svo má Rakelitan setja skóinn út í gluggan í kvöld, ég veit ekki hvor er spenntari, barnið eða jólasveinninn.

Gleymdi að segja að þegar við keyptum jólatré skoðuðum við fugla og allt fyrir þá í Dýraríkinu. Fáum svaka fínt búr gefins og aukahluti með því svo við þurfum ekki að kaupa mjög mikið. Ætlum bara að renna við 17. des og kaupa allt og fara svo heim og fylgjast með Rakelinni tryllast. Vúhú. Við Hrund hlökkum ekkert smá til.

Hey, hver vill gera eitthvað skemmtilegt eftir prófið 19. des? Kaffihús? Santa María? Hlæja? Gyða og Kristín og allir hinir? Hlíf? Mig langar svo aðeins að pústa áður en ég fer heim að elda súpu ofan í billjón manns og gera allt fyrir afmælið. Hver vill vera memm?

Djöfuls veður var í gær. Ég náði í Rakel á leikskólann og ALLT dótið hennar var í poka og draup úr öllu, pollagallanum, stígvélunum ... Þar sem við vorum að fara að taka strætó áleiðis til mömmu þurfti hún bara að vera í flísbuxum, úlpu, í kuldaskóm og með regnhatt. Og sjitt hvað það rigndi. Við fórum út á Grensás og löbbuðum þaðan. Það tekur svona 15-20 mín. og við vorum ekkert mikið lengur þótt Rakelin sé stutt til hnésins.

Það rigndi eins og hellt væri úr fötu en hún valhoppaði og trallaði og lék apa með tilheyrandi óhljóðum alla leiðina. Við hentum af okkur blautu fötunum þegar við komum til mömmu, Rakel fór í bílaleik og ég eldaði fullan pott af gómsætri súpu. Var að æfa mig fyrir afmælið og prófaði að setja smá rjóma út í súpuna, þannig verður hún meira seðjandi, fólk borðar minna og það verður til næg súpa fyrir alla. Rakel skóflaði í sig fullum disk á nó time og borðaði þrjár sneiðar af snittubrauði með. Svo borðaði hún fjóra kanilsnúða í eftirrétt og drakk mörg glös af vatni. Hún svamlaði lengi í baði og að sögn Hrundar sem kom og náði í hana eftir prófið sitt sofnaði hún um leið og hún kom heim. Ég vakti krílið svo klukkan hálf níu í morgun. Alveg búin á því eftir gönguna litla krílið en hún kvartaði ekki einu sinni þótt hún væri blaut í gegn. Hún hélt bara með litlu hendinni sinni í mína og sýndi mér allt það stórmerkilega sem fyrir augu bar, bæði í strætó og á göngunni. Yndislegust.

VERÐ að fara að læra. Er að fara að hitta stelpurnar klukkan sex og verð að vera búin að renna yfir þetta þá. Hef reyndar alltaf lesið heima fyrir tímana svo þetta er enginn frumlestur. Djöfull er ég búin að mæta vel og læra mikið heima á þessari önn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er memm :)

Gyða 11.12.2008 kl. 10:11

2 identicon

ég er ógjó til í að vera memm en það er séns að við Einar séum að fá fólk í heimsókn um kvöld. Allt mjög óljóst samt ennþá.

Hlíf 11.12.2008 kl. 16:39

3 identicon

haha, mér finnst kommentið mitt svo fyndið: "séns að við séum að fá fólk í heimsókn um kvöld" ... og segi ekkert hvaða kvöld... en þetta átti líklega að vera "um kvöldIÐ", þ.e. þann 19. Og þar að auki... þú sagðir ekkert um að þú vildir hitta einhvern "um kvöldið 19.", og ef þetta er um daginn þá ætti ég alveg að komast sko:)

Ég er sem sagt ógjó til í að vera memm...

Hlíf 11.12.2008 kl. 22:24

4 identicon

Já, ég meinti um daginn. Ég, Gyðus og Kristín erum í Straumum og stefnum klukkan 9 og erum komnar í jólafrí á hádegi. Langaði að gera eitthvað þá. Labba laugarveginn og borða á Santa María eða eitthvað áður en ég fer að undirbúa afmælIÐ

dr 11.12.2008 kl. 22:31

5 identicon

Jú, mér líst vel á! Borðum eitthvað gott eftir þetta próf ;)

Kristín 13.12.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband