30.12.2008 | 21:24
Ástand
Gamla þvottavélin lekur og hefur gert það í einhvern tíma. Vatnið boraði sér leið í gegnum steypuna og undir parketið inn í svefnherbergi hjá okkur Hrund og olli usla þar. Núna erum við búnar að koma rúminu fyrir inn í stofu og endurraða húsgögnum og er ansi troðið. Á morgun verður parket rifið upp og gerð tilraun til að drepa alla sveppi og þurrka steypu en guð má vita hversu langan tíma það tekur. Líklegast verður líka að rífa upp flísarnar inni á baði, þurrka steypu og leggja nýja flísar. Og auðvitað kaupa þvottavél.
Mikið er gott að við Hrund skítum peningum. Hvernig í ósköpunum annars ættum við að borga þetta allt saman.
Nýja árið byrjar vel sagði ég við Hildi mína áðan. Nei, það gamla endar svona sagði hún.
Já, þetta hefur verið skrítið og skemmtilegt ár og óvenjulega viðburðaríkt. Alveg því líkt að vilja enda hlutina með stæl. Mér finnst reyndar óþarfi að gera það á minn kostnað ...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég drakk svo gott sem ekki neitt meðan ég var í fríi og ég hefði svo gjarnan vilijað hitta á þig. En ég umgekkst að mestu hestafólkið mitt og veiku hestana okkar sem endaði á því að 24 drápust og enn eru allavega tveir mikið veikir. Ég sumsé gerði ekkert annað allt fríið en að vera uppí hesthúsi eða dorma þess á milli....en ekki skal ég neita því að þetta var mikil lífreynsla fyrir einhvern í sama námi og ég en ég hefði gjarnan viljað öðlast hana án þessara dauðu hesta; satt best að segja!
Gleðilegt ár (og já....ég svaf á gamlárskvöld og nýársnótt....þetta eru mikilsverðar fréttir)
inam 4.1.2009 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.