Frost er úti ungarnir mínir

Klukkan hálf tíu í morgun stóð ég úti á tröppum vopnuð skólatösku og með tónlist í eyrunum. Daginn er tekið að lengja og birtan lék við hvern sinn fingur, náttúruna og mig. Gufustrókurinn stóð út úr mér þar sem ég raulaði með tónunum og minnti mig á hversu afskaplega lifandi ég er. Ég var búin að moka stelpunum mínum út, drekka kaffi og kveðja Pétur, setja á mig augnblýant og bursta tennur og þegar ég fór yfir gádlista dagsins í huganum varð ég aldrei þessu vant ekki stressuð heldur fjarska glöð. Ég er bara svo helvíti heppin á mér auk þess sem ég er hörkudugleg. Lífið hefur ekkert í mig. Ég stjórna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

U go girl :)

Arna 2.2.2009 kl. 21:19

2 identicon

Þetta líkar mér að heyra. Haltu áfram í þessum gír. Luv ya. She

Tengdó 3.2.2009 kl. 02:15

3 identicon

vúhú. That's the spirit

Hlíf 3.2.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband