VOND mamma

Þetta gengur manna á milli í netheimum með reglulegu millibili og á vel við. Mamma var nefnilega svona vond mamma og ég stefni í það líka:

Var mamma þín vond ?
Mín var það!

Við áttum verstu mömmu í heiminum !
Þegar aðrir krakkar borðuðu nammi í morgunmat fengum
við hafragraut/hollt cheerios.
Þegar aðrir krakkar fengu pepsí og súkkulaði fyrir
hádegismat fengum við samlokur.
Og menn geta bara rétt ímyndað sér hvað hún gaf okkur
í kvöldmat, -allskonar MAT.
Mamma vildi alltaf vita hvar við vorum, ALLTAF, það
hefði mátt halda að við værum í fangelsi. Hún vildi
vita hverjir voru vinir okkar og hvað við vorum að gera
með þeim.
Hún krafðist þess að ef við segðumst ætla að fara
eitthvert í klukkutíma þá væri það aldrei meira en
klukkutími.
Þegar það var FRÍ í skólanum þurftum við að vinna.
Við þurftum að þvo diskana, búa um rúmin, læra að
elda, þvo þvottinn og annast önnur leiðinleg störf.
Við héldum að hún lægi vakandi á nóttunni bara til
að pæla út hvað hún ætti að láta okkur gera daginn
eftir
Hún lét okkur alltaf segja sannleikann, allann
sannleikann og ekkert nema sannleikann.
Þegar við vorum unglingar, gat hún lesið hugsanir
okkar.
Þá var lífið ERFITT !
Þegar allir fengu að fara á djammið og skemmta sér 12
eða 13 ára, fengum við ekki að gera neitt fyrr en við
vorum 16. ára.
Mömmu vegna misstum við af fjölda mörgu og miklu sem
aðrir krakkar gerðu.
hvorugt okkar hefur verið tekin fyrir að stela úr
búðum, eyðileggja fyrir öðru fólki eða verið tekin
fyrir nokkurt afbrot af neinu tagi.
ALLT henni að kenna.
Við urðum aldrei full, kunnum ekki að reykja, fengum
ekki að vera úti allar nætur og misstum því af að gera
svo fjöldamargt sem unglingar annars fá að gera.
Núna erum við flutt að heiman.
menntuð og gott fólk.
Við gerum okkar besta að vera vondir foreldrar eins og
mamma okkar var.
Ég held að það sé það sem er að í heiminum í dag.
Það er bara ekki nóg af vondum mömmum lengur. 

 

Kannski svolítið djúpt í árinni tekið að segja að ég hafi aldrei verið full, reykt né verið tekin fyrir að stela Blush en mömmur ráða ekki öllu og geta ekki verið með manni alltaf.

Mamma var allavega rosalega góð í því að vera "vond" mamma. Upp fyrir vondum mömmum!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=ESe-AysF9mw&eurl=http://www.samuel.is/grin/2009/02/06/songur-mommu-/&feature=player_embedded

HAhaha! Var að horfa á þetta video og fór svo beint að lesa bloggið þitt. Smellpassaði svona flott saman.

Rósa 19.2.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband