Nei takk

'Viltu ís ástin mín?'

'Nei, takk'

???

Já, rauðhaus er orðin svona líka veikur. Og eitthvað slen í Sprundinni minni sem ég skrifa á þá staðreynd að hún fer yfirleitt að sofa klukkan þrjú á næturnar. Rauðhaus stóð við rúmstokk mæðra í nótt og saug upp í nefið. Var snýtt og strokið um ennið og kom þá í ljós að hún var brennheit. Var lengi að sofna aftur og lá svo bara í rúminu og volaði þar til mæður drösluðu sér á fætur. Var með nokkuð háan hita og öll ómöguleg, hefur held ég bara ekki orðið svona veik í tvö ár!

Ekki vildi hún borða nema eitt vínber, borðaði þrjár skeiðar af súpu í hádeginu og vildi hvorki sjá djús né bollu í tilefni dagsins.

Hafði ekki einu sinni orku í að labba né sitja upprétt og lá bara í sófanum og horfði á mynd með mæðrum. Við lögðum okkur svo allar, ég er sjálf ekki sú hressasta.

Bauð barninu að lita en hún hafði ekki orku í að sitja. Fannst þetta nú einum of mikið af því góða svo ég mældi hana aftur og var hitinn þá kominn í yfir 40 gráður. Við skelltum því hitalækkandi stíl í óæðri endann á krílinu og fórum með hana á læknavaktina til öryggis. Eyru, lungu og kok var allt í lagi, krílið er með svona slæma flensu. Svo slæma að hún vildi ekki ís. Oh my lord.

Mér finnst ekki spennandi að vera sjálf með þyngsli í höfði og almennan slappleika. Ég dey úr stressi ef ég verð lasin.

Mæðurnar gæddu sér svo á bollum og barnið húkti á stól á meðan og borðaði nokkur vínber. Liggur nú upp í sófa með móður og glápir. Lítið annað sem hún hefur orku í litla skinnið.

Hún var hins vegar eiturhress um helgina. Skoppaði í íþróttaskóla og blaðraði alla leiðina á Selfoss til afa Þóris. Lá í gólfinu og lék sér og fór út að leika með afa. Áttum afar kósý dag fyrir austan og við kyrnur ekki síðra kvöld. Fórum í bollukaffi til ömmu á sunnudaginn og svo í rólegheit og mat til mömmu. Óksöp notalegt allt saman.

Annars er ég alveg rugluð. Þann 18. febrúar voru fjögur ár upp á dag síðan við Hrund kynntumst (ekki sambandsafmæli). 17. febrúar trúlofuðum við okkur (fyrir þremur árum) og 6. mars eigum við sambandsafmæli. Best að hafa þetta rétt.

Matarlystin mín er allavega í góðu lagi, ætla að fara að malla eitthvað fyrir mig og konuna, stinga öðrum stíl í barnið, sussa og bía og vona svo heitt og innilega að hún geti sofið í nótt og þar af leiðandi við mæðurnar líka.

Er treyttur núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æjæjæj! voða var að vita, litla skinnið :( skilaðu kveðju til hennar frá mér ! Ég er að stússa í að skoða upptökuna af okkur núna :)

Gyða 23.2.2009 kl. 22:15

2 identicon

æ litla skinnið. Vonandi batnar henni fljótt. ég var líka veik í gær, en ekki með hita heldur magakveisu. Voða leiðinlegt að vera veikur.

Hlíf 24.2.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband