Ble

Hef ekkert að segja í rauninni.

Rakel er öll í líffræðinni þessa dagana. Vorum í afmæli hjá ömmu í fyrradag og Unnur frænka sem er að undirbúa sig fyrir læknisnám var að kenna Rakel. Hnoðrinn segir mér því reglulega hvar bringubeinið er. Lýsti því svo fyrir okkur með tilþrifum í gær hvernig barkakýlið kæmi upp úr hálsinum þegar verið væri að kyrkja mann.

Já!!!

Hló svo næstum af sér rassgatið þegar mæður útskýrðu fyrir henni hvernig vökvi yrði að pissi og hvar það kæmi út. Ætlaði aldrei að trúa okkur.

Þegar hún verður stóra systir ætlar hún að fá að fara í tölvuleik. Nei, sagði harðbrjósta móðir. Rakel átti bara ekki til orð. Hélt að allt gerðist þegar hún yrði stóra systir. Ég sagði að hún gæti fengið að fara í stafa- og reiknisleiki þegar hún yrði 6 ára. Henni finnst ég núna pínu ömurleg. Hún var að meina Spidermantölvuleik.

Annars er hún bara yndisleg. Svo krúttleg þegar hún borðar appelsínu. Fullkomin með rjóðar kinnar og úfið hár, nýkomin úr leikskólanum. Með mest dillandi hlátur í heimi. Svo hrikalega klár. Gæti étið hana nýkvaknaða í grænum flónelsnáttfötum með síða hárið út um allt.

Hef pínu áhyggjur af vinnu í sumar. Veit ekki hvort ég fæ vinnu í háskólanum. Sumir eru beðnir um að vinna en ég þarf að sækja um. Greinilega ekki nógu klár, bara svona semi. Ætla að þjarma að Jóhannesi kennara, leiðbeinandi mínum og yfirmanni síðastliðin tvö sumur.

Búin með 8 blaðsíður í BA-ritgerð. Nokkuð ánægð með það. Við skulum svo sjá hvort Jói hakkar það sem komið er í sig, er að fara að hitta hann eftir smá.

Fór í Jurtaapótekið áðan og mig langar bara að eiga heima þar. Ekkert heillar mig eins mikið og bækur og jurtir. Ilmurinn af þessu tvennu er himneskur. Ég ætla að hafa herbergi helgað þessu tvennu í húsinu mínu þegar ég verð stór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

klárasta klára! Ætli þú sért ekki enn inni hjá JGJ... Sé þig eftir smá!

Gyða 5.3.2009 kl. 12:13

2 identicon

vegir sumarvinnunnar eru órannsakanlegir... þú færð vinnu. pottþétt. myndi ég halda.

Hlíf 5.3.2009 kl. 13:23

3 identicon

Annars verður Jói að hafa það á samviskunni að tvístra vinnufjölskyldunni... ég held að það vilji hann ekki!!

Kristín 10.3.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband