Langt síðan síðast

Jább, mjög langt síðan ég bloggaði síðast.

Kannski er það af því að ég er komin með svo langar neglur að ég á erfitt með að pikka á lyklaborðið.

Kannski er það af því að ég hef ekkert að segja akkúrat núna.

Kannski er það af því að það gengur svo mikið á í mínu lífi núna að ég hef varla tíma til að læra, hvað þá blogga.

En ef þið eruð alveg að deyja úr forvitni þá hefur lífið gengið sinn vanagang.

Vorum ýmislegt að stússa síðustu helgi, litla fjölskyldan. Ég gerðst einnig svo fræg að fara á mína fyrstu árshátíð síðan í menntaskóla. Hún var bara ágæt í alla staði.

Ég er komin með vinnu í sumar.

Mér gengur ekki of vel að læra.

Mér finnst Gauragangur æðislega fyndin bók, hef ekki lesið hana í mörg ár en hef þó lesið hana líklega um 10 sinnum.

Fékk Gyðuna heim í hádeginu um daginn og hún nærði mig bæði andlega og líkamlega.

Sef ósköp illa, vakna billjón sinnum og er andvaka inn á milli og er svo þreytt að ég veit varla hvað ég heiti.

Var að setja myndir inn á rakelsilja.barnaland.is

Sakna pabba.

ps. Mikið svakalega er ósmekklegt að troða möguleikanum ' Deila á facebook' hjá kommentakerfinu. Ég er ekki á þessu rugli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

komin með vinnu! jeeess... við það sem þú vildir vona ég!? knúhús!! :)

Gyða 14.3.2009 kl. 19:08

2 identicon

Jói sagði bara að það mætti segja að ég væri örugg með vinnu. Ég fæ örugglega ekki að vita hvað ég geri fyrr en daginn sem ég mæti. Og ég ætla að byrja að vinna á sama tíma og þið og neita að hanga heima af því að ég gleymdist eða hvað það nú var í fyrra.

dr 15.3.2009 kl. 09:48

3 identicon

Jei!! En gott að heyra!! :)

Kristín 15.3.2009 kl. 16:58

4 identicon

Það að vera á móti fésinu er eins og að berjast á móti símanum, smsum,bloggi eða email-i og hana nú!!! ;o)  Bara nýr samskipta og tjáningar máti. Og hvað er málið að láta svona langt líða á milli.... ef þú hefur ekkert að sagja verðuru bara að búa eithvað til, maður verður bara áhyggjufullur ;o) Til lukku með negglurnar!

Odda Podda 16.3.2009 kl. 19:43

5 identicon

Odda podda: Mér finnst þetta hreint ekki sambærilegt, þe. fésið og sms, e-mail eða blogg. Auðvitað er allt sem maður skrifar einu sinni á netið þar að eilífu en það er eitthvað perralegt við þetta fés, býður upp á allt of mikla njósnastarfssemi. Þetta er bara tilfinning sem ég hef og ég hef ENGAN áhuga á að spjalla við fólk á fésinu. Mér finnst blogg og tölvupóstur meira en nóg og er guðslifandifegin að það er ekki fullt af leiðinlegu fólki sem ég þoli ekki sem vill allt í einu vera vinir mínir á Feisbúkk. Mér finnst þetta eins yfirborðskennt, tilgerðarlegt og falskt og hægt er og tel afar langt í að ég sannfærist.

 Og hana núa. Verið þið bara á feisbúkk og hringið svo í mig eða lesið bloggið mitt eða sendið mér sms eða sendið mér póst ef þið viljið tala við mig. Þetta eru nógu margar leiðir til að ná í mig.

dr 17.3.2009 kl. 09:24

6 identicon

Ég held að fésið sé nú bara sárasaklaus tímaþjófur...aftur á móti held að spjallrásir geti verið stórhættulegar, en það er bara mín skoðun. Og auðvitað máttu alveg hafa þína skoðun á fésinu og engin ástæða fyrir þig að fara þar inn ef þig langar ekki til þess. Og maður notar Fésið voðalega lítið í spjall...heldur bara svona smákomment á það sem maður er að gera þá og þá stundina...

tengdó 17.3.2009 kl. 14:57

7 identicon

Þú getur samt verið á naflausu og læstu spjalli, það er tæplega hægt á Fésinu ... Fyrir nú utan það að spjallborð eru eins mismunandi og þau eru mörg. Held mig við mína tímaþjófa. Skil bara ekki af hverju svona mörgum finnst ég endilega þurfa á vera á Feisbúkk.

Yfir og út um þetta mál.

dr 17.3.2009 kl. 15:11

8 identicon

ég hunnsa hiklaust fólk sem ég vil ekki að viti eithvað um mig er ekki að safna mér 365 vinum og tala bara við þá sem ég vil..... en hef mikið meira samband við vini mína sem eru langt í burtu.... en þú þarft ekki að taka þátt frekar en þú villt ;o)

og nú er ég hætt :o)

Oddný 17.3.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband