4.4.2009 | 08:28
Búin
Kláraði spænskuritgerð í gær.
Loksins.
Þið getið ekki ímyndað ykkur léttinn.
Núna get ég einbeitt mér aðeins að þessari BA-ritgerð.
Það er helgi og sólin skín í gegnum gluggann. Unginn situr næst mér í sófanum, við erum báðar mettar af hafragraut svona snemma morguns.
Hugur minn hvarflar til sumarsins. Ég vona að það verði jafn gott og í fyrra.
Mig langar að flytja til Svíþjóðar.
Ég vil ekki vera hjá Kaupþingi núna eftir að SPRON fór á hausinn. Þetta er næstum sama drullumallið núorðið en ekki alveg.
Vonandi röltir Bjarndís yfir til okkar með vagninn og snúlluna á eftir.
Ef það er eitthvað sem ég hef lært í lífinu þá er það það að oft gerir maður sér ákveðnar hugmyndir um hvernig eitthvað á að vera eða verða, jafn vel dreymir um það. Það verður sjaldan alveg eins og maður hafðir ímyndað sér það. En það þýðir ekki að allt sé ónýtt, fullkomin stjórn á ekki að vera það eina sem þú sættir þig við. Hlutirnir eins og þeir verða, burtséð frá þínum hugmyndum um þá, geta líka verið góðir. Ég er að æfa mig í því að sætta mig við orðinn hlut þótt ég hefði viljað hafa hann eitthvað öðruvísi. Annars verð ég aldrei hamingjusöm.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:09 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá! Búin með ritgerðina?!?! Til hamingju! Þú ert nú meiri dugnaðarsnillinn :)
Og úff hvað ég hlakka til sumarsins... Hef á tilfinningunni að það verði ofsalega gott! :)
Gyða 4.4.2009 kl. 14:17
TIL HAMINGJU MEÐ RITGERÐARLOK fullkomin stjór held ég að yrði agalega leiðinleg, þá myndi aldrei neitt óvænt og ánægjulegt gerast
Oddný Björg Rafnsdóttir 5.4.2009 kl. 20:25
Hey hey! Llasha er að koma til landsins! http://www.listahatid.is/listahatid-2009/dagskra/nr/1010/eventID/5470 Vamos! :)
Ég er sammála þér með SPRON, ég sakna hans svo mikið. Ég átti ekki von á því að það væri hægt að sakna banka svona mikið.
Svo hvet ég ykkur til þess að flytja til Stokkhólms 2010.
Tinna Rós 6.4.2009 kl. 00:51
Tinna: Ég myndi nú ekki velja Stokkhólm en við erum alveg með Svíþjóð bak við eyrað svona ef allt heldur áfram að fara til fjandans.
Ég er sko búin að redda mér miða á Lhösu, sjitt hvað ég hlakka til.
Oddný: Já, fullkomin stjórn væri leiðinleg til lengdar. En að ná henni eitt andratak, men oh men hvað það er mikið kikk ...
Ætlaru svo ekki að koma þér í bæinn eina helgi áður en Katla fer manneskja?
dr 6.4.2009 kl. 09:04
ég veit kikkið en...
varðandi bæjarferð þá kem ég ekki áður en katla fer... hata peninga þeir flækja líf mitt nú á dögum en kem nú pottþétt einhvern tíman á næstu mánuðum.... sakana ykkar allra of mikið
Oddný 6.4.2009 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.