30.4.2009 | 11:47
Sneplar
Það eru sneplarnir sem eiga hug minn allan í dag. Peningarnir.
Við neyðumst til að láta mála þakið í sumar, getum ekki færst undan því lengur.
Kemur í ljós að svalirnar okkar leka og eru að valda skemmdum á svölunum fyrir neðan og húsinu sjálfu. Við þurfum að laga þetta helst í gær. Það þarf að þétta svalirnar.
Sturtubotninn er ónýtur og að hruni kominn. Lekur eins og allt annað hér. Neyðumst til að laga hann.
Bíllinn er lélegur í gang. Getum ekki sett hann í fleiri viðgerðir, hann situr á hakanum.
Bílalánið hækkar og afborgunin á mánuði er 8000 kr hærri en hún væri ef Ísland hefði ekki hrunið.
Lánið af íbúðinn hækkar eins og enginn sé morgundagurinn.
Ég fæ nær engin námslán eftir þessa önn, búin að fá lán fyrir næstum öllum einingum BA-námsins.
Hrund er í vinnu þar sem launin eru rétt yfir lágmarkslaunum.
Sparireikningurinn okkar er dáinn, við eigum nær ekkert eftir á honum, kreppan át hann.
Ég get ekki sofið fyrir peningaáhyggjum.
Ef einhver á aukapening má hann styrkja okkur.
Svo hefur sumt fólk í alvöru efni á því að fara til útlanda í sumar?
Er það eðlilegt þegar aðrir eiga ekki bót fyrir boruna á sér?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eigið góða að Díana mín sem munu ekki láta ykkur svelta:)
Tengdó 30.4.2009 kl. 18:54
Ég á heldur engan pening og ekki bót fyrir boruna á mér. En maður verður að reyna að hafa ekki of miklar áhyggjur af því. En ég kemst a.m.k. ekki til útlanda í sumar, þó að mig dreymi um sólarströnd og sangríu og að liggja bara. Í hita. Vá hvað ég varð syfjuð af því að skrifa þetta.
Hlíf 1.5.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.