Þóris

Í dag á Sprundin, elsku Þóris mín, einasta konan mín afmæli og er orðin þrítug bara. Aldrei verið stelpulegri. Við fórum allar í klippingu í gær og hún fékk svo fína klippingu, er aftur komin með stelpulega, stutta toppinn sem hún var með kvöldið sem við hittumst fyrst (og ekkert eftir það, fór í klippingu daginn eftir) og hjartað tók kipp í gær þegar ég sá hana. Varð enn þá meira skotin.

Konan mín með mjúku, rjómahvítu húðina og ljósu lokkana er það besta sem ég veit.

Við Rakel vöktum hana með söng og kerti í morgun. Hún fékk afmælisknús frá okkur og krílus, hlýja sokka að gjöf frá Rakel (það er komið gat á þá sem hún var alltaf í, búin að vera svo mikið í þeim út af heitfengu, óléttu konunni sinni) og gemsa frá mér og mömmu. Alveg kominn tími á hann.

Ætlum svo út að borða á eftir og allt það, var búin að skrifa það áður.

Er búin að lesa stanslaust núna í þrjá tíma án þess að anda liggur við. Á 40 blaðsíður eftir, ætti að ná því. Úff, er alveg orðin heiladauð. Var eitthvað að reyna að horfa á CSI í gær eftir að ég var búin að læra og ég var gráti næst bara, skildi ekki neitt. Átti ekkert eftir í þennan þátt.

Í óléttufréttum er það helst að við fengum dopplerinn okkar í gær. Tæki sem gerir okkur fært að hlusta á hjartslátt krílus sem við og gerðum mæðgur þrjár og skemmtum okkur konunglega. Tók svo eftir fyrstu slitunum í dag, á báðum mjöðmum eru komin lítil, rauð slit. Vissi svo sem að ég myndi slitna, slitnaði svo mikið sem unglingur, og eins og ég hef allt sagt við sjálfa mig: ALLT fyrir krílið. Vigtaði mig og fékk áfall. Bún að þyngjast um rúm tvö kíló síðan áður en ég varð ólétt. Reyndar aldrei að marka þetta, fer eftir því hvað ég er með mikinn bjúg og hann er einhver í dag. Allavega borast trúlofunarhringurinn inn í puttann. Getur alveg munað kílói milli daga. Svona er nú óléttulífið. Svo er ég komin með hárlausa sportrönd frá lífbeini og upp á miðjan maga. Ljós, grönn lína en vel sjáanleg. Var búin að lesa um þetta en man ekkert af hverju þetta kemur.

Annars er ég bara með hár rétt fyrir neðan eyru núna. Vildi hafa það svolítið stutt. Núna sést tattúið líka vel.

En mér er ekki til setunnar boðið. Verð að borða áður en það líður yfir mig og halda svo áfram að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með Hrund!! Úúú... ný klipping, spennó! Gangi þér nú vel að læra dugnaðarforkurinn sem þú ert! :)

Gyða 12.5.2009 kl. 17:51

2 identicon

Koss á Hrundina  og til hamingju með 30 ára konuna þína.

pot í bumbu duglega kona

Odda Podda 12.5.2009 kl. 19:56

3 identicon

Til hamingju með litla kraftaverkið og með afmæliskonuna þína elsku Díana!

Það tekur á taugarnar að vera ólétt, láttu mig þekkja það, fékk svo sannarlega meðgöngu from hell, en er hverrar mínútu í ógleði, verkjum og viðbjóði virði þegar upp er staðið, trúðu mér ;) En eins gott að þú átt frábæra konu sem styður við bakið á þér sama á hverju gengur og litla Rakelitu, sem s.k.v. blogginu þínu einhverntímann hlakkar mikið til að verða stóra systir!

Gangi þér vel með skólann og restina af óléttunni, ég hlakka til að fylgjast meira með ykkur, þetta er ótrúlega spennandi!

R.Tanja 13.5.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband