Blrf

ÚFF, ég er svo innilega með ljótuna og feituna í dag. Er bara svo óánægð með mig þessa dagana. Finnst ég bara vera með feitan maga. Eða allvega bara fullt af spiki utan á kúlunni. Og svo er ég með bjúg og undirhöku og bar ýkt ljót.

Annars komst ég að því í 16 vikna mæðraskoðun í gær að ég er í O blóðflokki, ekki hélt ég að það væru margir í þeim blóðflokki í Mið-Ameríku og samkvæmt minni menntaskólakennslu er þessi blóðflokkur víkjandi. En eins og mamma segir hef ég alltaf verið sérstök blanda, það sem er ríkjandi hefur ekkert endilega skilað sér til mín, annars væri ég nú líklega dekkri og tæplega með græn augu.

Er víst pínu lág í járni en bjúgurinn er líklega að trufla niðurstöðuna eitthvað. Hvað er nú aftur járnríkt: kíví, grænt grænmeti, rautt kjöt ... Hvað meira?

'Mammí, það er nú gott að við söltum ekki úr hel' sagði barnið í fyrrdag og hafði áhyggjur af sveltandi börnum úti í heimi.

Við stelpurnar lærðum frá 9-4 í gær og fórum samt yfir restina á hundavaði. Þetta lesefni er sjúklegt og ég er að skíta á mig af stressi. Er sumst vonandi á leiðinni í mitt síðasta próf í BA-náminu á eftir. Eins gott að falla ekki.

Æi, bleh.

Það sem ég þrái er ein stór svefntafla. Svaf síðast heila nótt áður en ég byrjaði að bæla fyrir glasa, sem sagt í október í fyrra. Og ég hef sofið hræðilega, hræðilega, hræðilega síðan ég varð ólétt.

Soooooooofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rúsínur eru járnríkar var mér sagt einhverntíman og epli :)

Arna 14.5.2009 kl. 17:59

2 identicon

Broccoli er allra meina bót...ekki borða neitt sem inniheldur salt og drekka mikið af vatni. Ég held ég ætti að reyna að finna svona lavandergrímu handa þér Díana. Það hefur mjög róandi áhrif. Ef þú átt eitthvað af sjávarsaltinu frá Mirandas, prófaðu þá að setja það í smápoka eða bara tásu af sokki og setja undir koddann þinn. Það inniheldur lavander. Það er hreint ótrúlegt hvað þessi ilmur hefur róandi og svæfandi áhrif. Og þú á langt í land með að vera með ljótuna sæta kona.

Tengdó 15.5.2009 kl. 01:56

3 identicon

Ég drekk svo mikið af vatni að það er skuggalegt. Sötra þetta þrjá lítra á daginn (er með eins lítra brúsa) plús eitthvað meira. Líklega af því að ég er að stikna úr hita. Annars á maður víst mest að passa sig á salti í pakkamat og unnum mat, á að geta saltað sitt sjálfur. Og svo þarf að passa sykurinn, hann veldur líka bjúg. Ljósan sagði að líklega væri háþrýstingurinn að valda bjúgnum og það er erfitt að ná honum mikið niður. Hitti lækni um daginn sem sagði að það væri mjög skiptar skoðanir á því hvort það t.d. að sleppa lakkrís og svona hefði einhver áhrif á þrýstinginn. Ég hef allavega prófað allt í bókinni og tekið í það nokkur ár og aldrei fer þessi þrýstingur niður. Ekki heldur upp, hann er bara sá sami.

Meira vesenið allt. Keypti allavega rautt kjöt í gær og kívi og svo er bara að fá sér brokkilí. Ég borða nær aldrei einhvern pakkamat eða unnar kjötvörur en ég gæti örugglega borðað minni sykur. Og svo er það brenninetluteið, það er bjúglosand, náttúrulegt og örugg. Verð að muna að drekka það á hverjum degi.

dr 15.5.2009 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband