Stórkostlegt

Hugsið ykkur. Unginn minn er núna orðinn 17,5 cm að lengd og vegur 160 grömm. Krílið er komið með smá hár og allar neglur og heyrir núna í rödd mammí sinnar og öllum magahljóðunum hennar. Það kyngir legvatni og pissar á milljón og getur fengið hiksta. Það eru heilar tvær vikur síðan flest kerfi líkamans komust í gang og líffærin voru orðin þroskuð og núna fer öll orkan í þroska og vöxt barnsins. Það er ótrúlegt að allt skuli vera komið á sinn stað svona snemma. Í næstu viku verða kynfærin orðin fullmótuð. Ef ég væri ekki með fylgjuna framan á væri ég líklega farin að finna fyrir einhverju poti. Get ekki beðið eftir því.

Er þetta ekki magnað???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

váááá....! Komið með hár?? Það finnst mér mjööög merkilegt! Ji minn :)

Gyða 15.5.2009 kl. 18:31

2 identicon

Ótrúlegt!

Kristín 17.5.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband