Skrif

Jæja, allur minn tími núna fer í að skrifa BA-ritgerðina. Er að gæla við þá hugsun að klára hana á réttum tíma þótt ég þyrfti nú að skila henni frekar lélegri kannski. Það myndi bara skipta svo miklu upp á fæðingarstyrkinn og andlega heilsu mína að klára bara þetta dæmi.

Eyddum laugardeginum á Selfossi og Stokkseyri, fórum í fjöruna og rauðhaus í fótbolta. Allt með afa Þóri sem leikur endalaust við hana. Í gær fóru stelpurnar svo snemma til tengdó á meðan ég lærði frá mér allt vit. Skrapp aðeins til þeirra, lærði í sólinni og skellti mér í pottinn. Fórum svo í mat til mömmu og eftir það fóru stelpurnar heim á meðan ég skrifaði. 

Það er starfsdagur í leikskólanum hjá Rakel í dag svo hún situr inni í herbergi og leyfir mér að skrifa. Systkini mín ætla að sjá um að leika við hana á eftir svo ég geti lært.

Er svo streeeeessuð. Kvíði því svo að skila uppkastinu í kvöld til Jóa, þarf svo á því að halda að breyta litlu en veit að hann á eftir að vilja láta mig breyta miklu.

Verð að halda áfram að skrifa núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugleg ertu!!

Gyða 18.5.2009 kl. 12:18

2 identicon

Anda díana! þú ert fullfær um þetta, mundu bara að anda inná milli það hjálpar oft.

Er í sama pakka og hausinn á mér að springa og bakteríur í partý í eitlunum á mér.....

inam 18.5.2009 kl. 13:36

3 identicon

Áfram Díana. Jájá, þú skilar bara. Þarft líka ekkert að breyta öllu sem leiðbeinandinn vill að þú breytir. Það þarf ekkert að vera slæmt.

Hlíf 19.5.2009 kl. 12:21

4 identicon

Hlfí: Þetta er rétt hjá þér. Ég hef aldrei í lífinu barið fullkomnunaráráttuna jafn mikið niður og núna, það hreinlega skiptir mig meira máli að skila heldur en skrifa ritgerð upp á 9.

dr 19.5.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband