19.5.2009 | 22:12
Búhú
Af hverju er ég alltaf að lesa þessa þræði um þyngd á meðgöngu inni á bumbuspjallinu mínu? Af hverju get ég ekki bara sleppt því? Af hverju er ég enn einu sinni komin með fitu og þyngd á heilann þegar ég var búin að lofa mér því að eyðileggja ekki meðgönguna fyrir mér þannig? Af hverju er ég alltaf að stíga á vigtina? Af hverju er ég svona hrædd við að þyngjast? Af hverju þori ég enn síður að stíga ekki á vigtina? Af hverju þarf ég endilega að vera með bjúg sem lætur mig vera enn þyngri? Af hverju get ég ekki bara litið vel út þegar ég er ólétt eða að minnsta kosti verið ánægð með það hvernig ég lít út?
Ég er svo skíthrædd við það að verða enn feitari en ég er að ég get ekki lýst því fyrir ykkur. Langt síðan ég hef verið svona heltekin ótta.
Gæti grenjað bara. Grenjað. Er gjörsamlega með fitu á heilanum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Díana, þetta er týpískt með fólk í okkar "geira", allt í einu geturu engu ráðið um þyngdina þannig hún kemst á heilann á þér. Alltaf þegar ég hugsa um hvernig það verður þegar ég verð ólétt þá læðist að mér ofsafenginn ótti um að þyngjast og verða feit.....og það er eiginlega það eina sem ég hugsa um þegar þetta efni ber á borð.
Ég veit að það er auðvelt fyrir mig að segja þetta við þig en ég ætla samt að frussa því út: inní þér dafnar lítill krúttengill og hann/hún þarf sitt! Það fylgja því ýmsir leiðinda fylgikvillar (bjúgur) en með tímanum minnkar það vonandi! Reyndu að njóta þess Díana, ég veit að þú ert hollustufrík og ég veit að þú borðar ekki á við tvo en mundu; það er manneskja sem er að vaxa og dafna inní þér og ef þú myndir hanga í sömu vigt þá væri eitthvað ekki rétt. Gefðu vigtinni þinni frí (oki....ironic að koma frá mér)og ef allt stefnir í óefni skelltu þér þá til vinkonu okkar!
En hvað sem þú gerir láttu ekki þessa skepnu sem píndi okkur báðar svo lengi skemma fyrir þér eins fallegan hlut og þetta!
Koss og knús á þig!
inam 19.5.2009 kl. 22:36
Vóh....dáldið löng athugasemd!
inam 19.5.2009 kl. 22:36
Ágætt ráð er að stíga aldrei á vigt...eiga hana ekki einu sinni. Ég skil ekki það sem þú ert að ganga í gegnum svo kannski eru mín ráð til þín til einskis. En meðganga og vigtarpælingar eiga ekki samleið svo mikið er víst. Svo farðu eftir ráðum vinkonu þinnar sem greinilega hefur gengið í gegnum það sama og þú. Þú ert ótrúlega flott og falleg kona Díana og ég vona að sá dagur komi að þú sérð þig eins og við hin í kringum þig sem þykir vænt um þig.
tengdó 20.5.2009 kl. 08:40
Mér finnst þú alveg ofsalega fallega ólétt!! Lítur ekkert smá vel út með nýju klippinguna og í fínu kjólunum þínum :)
Gyða 20.5.2009 kl. 08:54
Takk allar. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu mikið ég fór að grenja yfir þessum fallegu athugasemdum klukkan níu um morgun.
Annars er er þetta orðið vandamál og þá verð ég bara að takast á við það. Veit best sjálf hvað gerist ef ég hunsa þennan vanda. Kominn tími til að ég heimsæki 'vinkonu' okkar Inam, yndisleg kona sem hjálpar manni að gera allt betra.
dr 20.5.2009 kl. 09:08
Það er nú að bera í bakkafullan lækinn að bæta kommenti við en ég geri það nú samt. Þú lítur ógeðslega vel út ólétt og bumban fer þér vel. Ég hugsaði nú einmitt að mér fyndist þú frekar hafa grennst á meðgöngunni ef eitthvað er.
Þar fyrir utan má maður alveg vera svolítið mjúkur þegar maður er óléttur! Þá loksins hefur maður pínu afsökun:) Ég held að ég sé búin að þyngjast meira en þú, og ég er ekki einu sinni ófrísk:) Reyndar veit ég ekkert um hvað mikið ég þyngist því að ég á ekki vigt:) Njóttu þess að vera með óléttubumbuna og leyfðu sjálfri þér að sjá hvað þú ert sæt.
Hlíf 20.5.2009 kl. 15:49
Ji Híf. Þú gerðir góðan dag algjörlega betri. Einhvern veginn á ég rosalega auðvelt með að taka hrósi frá akkúrat þér, eitthvað sem mér er annars fyrimunað að gera (næstum).
Svo takk
dr 20.5.2009 kl. 17:03
:)
Hlíf 22.5.2009 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.