20.5.2009 | 10:09
Sumar
Það sem fyrir mér er sumar breytist alltaf eitthvað með árunum. Einu sinni var ekkert meira sumar en pabbi og Svíþjóð með tilheyrandi hjólaferðum, grilli, ís, böðun og spænskuslettum. Seinna voru það við hinar fjórar fræknu sem ekki máttum af hvor annarri sjá allt sumarið og eyddum því helst öllu í fliss og unglingaveiki. Þegar ég varð enn eldri var sumar útlönd, Hróarskelda, Spánn, interrail og auðvitað sumarvinna inn á milli.
Það sem hefur alltaf verið sumar frá upphafi er mamma brún í framan í ermalausum bol og sumarið speglast í háa enninu. Þegar mamma er komin í stuttermabol út er komið sumar. Hún er hins vegar berleggjuð og helst í opnum skóm frá því að snjórinn fer svo það er ekki að marka það.
Sumar núna er Hrund í berfætt í sandölum, manneskja sem er í ofurhlýjum gönguskóm fram í maí. Rakel með sólarvörn í hárinu, mamma að lesa úti á palli, garðurinn hennar tengdó, heitur pottur, berir leggir mínir undir pilsinu og stækkandi bumba.
Ætlum í sund í fríinu á morgun þótt það verði farið að rigna. Samt sumar.
Annars er ég að hugsa um að fagna lokum BA-námsins með smá grillveislu fyrir fjölskylduna næstu helgi. Við Hrund ætlum að bjóða heim í fallegasta kotið okkar og fá alla sem okkur þykir vænst um til að gleðjast með okkur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:13 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleeeeðilegt sumar!! :)
Gyða 20.5.2009 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.