Töffaramótorhjólastelpa

Duglegasta stelpan í heiminum æfði sig í að hjóla án hjálpardekkja í gær. Svolítið langt síðan við gerðum það síðast en hún hafði engu gleymt og rúllaði þessu upp. Undir lokin var hún alveg farin að hjóla sjálf og mundi eftir að bremsa í stað þess að sleppa bara fótunum af pedulunum með þeim afleiðingum að enda sífellt út í runna. Hún fékk puslu og ís á miðri leið, hugsað sem bæði verðlaun og orka, og brilleraði á leiðinni heim.

Henni fannst hún vera flottasta töffaramótorhjólastelpan og okkur fannst það líka. Ekkert smá kúl með hné- og olnbogahlífar og grifflur (eða er þetta með einu f-i?).

Hún var örþreytt þegar við komum heim eftir næstum þriggja tíma túr og var fljót að sofna með nýja marbletti út um allt.

Litla hetjan mín.

Erum að hugsa um að skreppa í sund á eftir og erum búnar að mæla okkur mót við Robba niðri í Laugardal svo hún geti sýnt pabbanum hvað hún er dugleg. Þau fara svo heim saman yfir helgina.

Ég er að fara að hitta leiðbeinandann minn á eftir og vona að hann hafi einhverja góða hluti að segja um ritgerðina. Nýti svo næstu daga í að leggja lokahönd á ritgerðina, fara í útskriftarveislu hjá Unni duglegustu frænku og á tónleika með Lhasa sem er algjör snillingur. Á von á því að þetta verði frekar viðburðarrík helgi.

Íha.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband