Mæður

Nú er búið að senda eyðublöð til Þjóðskrár þar sem beðið er um breytingu á kenninöfnum okkar Hrundar og Rakelar. Þegar þetta verður komið í gegn verðum við allar kenndar við mæður okkar og föður (ég með eftirnafn):

Díana Rós Aðalbjargardóttir Rivera

Hrund Sigurlaugar- og Þórisdóttir

Rakel Silja Hrundar- og Róbertsdóttir.

 

Þar sem þetta eru of margir stafir verða nöfn mæðra okkar skammstöfuð í Þjóðskrá og í öllum opinberum skjölum:

Díana Rós A. Rivera

Hrund S. Þórisdóttir

Rakel Silja H. Róbertsdóttir.

 

Ekki amalegt að kenna sig við þessi kjarnakvendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju nöfnin stelpur og takk fyrir síðast :)

Tinna Rós 25.5.2009 kl. 23:01

2 identicon

Já hérna hér...nú líst mér á ykkur. Vona samt að Rakel haldi Silju nafninu sínu og verði Rakel Silja H. Róbertsdóttir...finnst þetta S. líka svoldið skrítið í nafninu hennar Hrundar, en auðvitað er þetta alfarið ykkar mál. Mér finnst sjálfri skrítið að kenna sig við báða foreldra en það er bara ég. Er trúlega bara svona gamaldags.

tengdó 25.5.2009 kl. 23:32

3 identicon

Ha ha, auðvitað heldur hún Silju nafninu, gleymdi bara að skrifa það en laga það hér með. Þetta er ekki eiginleg nafnabreyting heldur bara breyting á kenninöfnum. Núna verða líka litla barnið og Rakel með annað af tveimur eftirnöfnum eins þar sem þau verða bæði Hrundarbörn og gott að geta tengt þau saman þannig.

Mér finnst mun óeðlilegra að kenna sig bara við feður sína, hvað þá þegar þú elst upp hjá mæðrum þínum. 

Tinna: Takk sömuleiðis, ýkt gaman.

dr 26.5.2009 kl. 08:17

4 identicon

Til hamingju með breytinguna :)

Gyða 26.5.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband