2.6.2009 | 09:08
Gleði
Útskriftarveislan var æði. Hélt að það yrði mjög erfitt að toppa 25 ára veisluna en þessi var ekkert síðri. Allir mættir sem mér þykir vænst um (nema Tístli frændi sem er á Grænlandinu), grillið var gott og sólin braust fram úr skýjunum. Þeir sem sátu lengst voru til að verða 10 sem er bara einmitt eins og þetta á að vera. Ég fékk dýrindis gjafir og gull, ilmandi blóm og hlý knús. Takk fyrir mig!!!
Vöknuðum snemma á sunnudagsmorgun og kláruðum svo að taka okkur til. Brunuðum á Selfoss til tengdapabba og vorum þar þangað til seinnipartinn í gær. Settum fína tjaldið okkar upp í garðinum og vorum í nokkurs konar útilegu. Sleiktum sólina, fórum í sund og grilluðum og sváfum svo þétt saman í nýju svefnpokunum okkar. Fengum fínasta veður, fylltum vatnsblöðrur og ærsluðumst, Sprundin tálgaði, ég las og Rakel lék sér í fótbolta. Vel heppnað í alla staði.
Sumarið er byrjað þrátt fyrir ský á himni akkúrat núna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virku sem sagt svefnpokarnir??? Og þetta var frábær veisla hjá ykkur stöllunum. Þið vinnið vel saman og bætið hvora aðra upp, það er nokkuð ljóst.
tengdó 2.6.2009 kl. 12:47
Svefnpokarnir virkuðu ekkert smá vel og Rakelitan var sætust í sínum.
Takk fyrir hrósið, ég er svooo ánægð með veisluna og hún hefði ekki verið svipur hjá sjón án Sprundarinnar.
dr 2.6.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.