Ljúft

Það er ótrúlega ljúft að vinna alla daga með vinkonum sínum. Ég hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi sem er alveg einstök tilfinning.

Sit stundum við tölvuna, horfi út um gluggann og út á Suðurgötu og undrast lán mitt. Strýk kúluna og hugsa um stelpurnar mínar og sólina sem skín á okkur. Finnst gott að vera á Íslandi þrátt fyrir allt drullumallið.

Er alltaf jafn hissa þegar ég vakna á morgnana og lít niður á kúluna. Á erfitt með að tengja hana við barnið mitt inni í henni. Bæði hlakka til og kvíði 20 vikna sónarnum. Vona svo heitt og innilega að það sé í lagi með litla kúlusúkk.

Við kyrnur stefnum á að setja niður kartöflur um helgina. Maður þarf nú líka að gera eitthvað í þessum garði einhvern tíma. Hvar fær maður fínan hestaskít í kartöflubeðið? Er málið að fara upp í hesthús með fötu eða?

Er að fara í meðgöngunudd hjá 9 mánuðum á morgun og get ekki beðið. Líður betur í bakinu bara af því að hugsa um það. Ef þú ert enn að spá í einhverju að gefa mér í útskriftargjöf tengdó þá er ég alveg til í meira meðgöngunudd hjá 9 mánuðum, sérstaklega ef ég verð ánægð með tímann á morgun. Hef heyrt góðar sögur af konunni sem mun nudda mig. Svo langar mig líka í tarotspil og bók með sem útskýrir herlegheitin. Væri líka ánægð með inneign í bókabúð. Það er svo erfitt að láta mig hafa peninga af því að ég enda yfirleitt á því að eyða þeim í Bónus ...

Annars fékk ég fullt af peningum í útskriftargjöf og veit varla hvað ég á að gera við þá. Ætla nú allavega að kaupa mér útskriftarkjól og kannski sundbol sem hrynur ekki niður um mig og berar brjóstin í miðri sundlaug.

Er að fara til ljósu á eftir í mælingu á þessum blessaða háþrýstingi. Vona að hann hagi sér vel. Er að reyna að vera slök á vigtnni en sé að ég er að þyngjast hægt og rólega sem ég er alveg sátt við. Hef ekki náð 3 kílóum í þyngdaraukningu enn þá (hef sankað að mér ýmsum ráðum við bjúg sem virka vel og vigtin fór niður um nær eitt og hálft kíló bara eftir eina sundferð um daginn, svo mikill var bjúgurinn, er samt betri núna) sem er mjög gott. Var svo hrædd um að brennslan mín, sem er nánast engin, myndi bara ekki ráða við þessa óléttu og ég myndi þyngjast um kíló á viku en kroppurinn minn stendur sig þrátt fyrir hversu illa ég fór með hann.

Nú er mig farið að lengja eftir stelpunum. Er verkefnalaus og takamarkað hvað ég get röflað hér. Mér heyrist einhver vera að koma ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jább!! Við erum komnar! Og heppnar erum við að geta setið hér saman allan daginn.... Ég er ekki frá því að það fari betur um mig hér bara með ykkur heldur en í Hámdeginu í öllum látunum þar! <3 :)

Gyða 4.6.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband