10.7.2009 | 13:39
Myndir
Búin að bæta myndum í bumbumyndaalbúmið. Best að smella beint á það en ekki á myndaalbúm (sem er ofar vinstra megin) því þá sjást ekki allar myndirnar af dularfullum ástæðum. Setti líka myndir inn á síðuna hennar Rakelar og er ekkert smá pirruð yfir því að helmingurinn af myndunum er á hlið. Ég vandaði mig svo mikið við að snúa þeim öllum áður en ég setti þær inn en það virkaði greinilega ekki. Svo er ekki hægt að snúa myndum þótt ég fari inn í albúmið í stillingum hjá mér, það er bara hægt að gera allt annað. Þið verðið bara að sætta ykkur við þetta og ég ætla að fara að öskra í kodda af pirringi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Díana mín!! Mikið er gott að samdrættirnir eru að halda sig á mottunni! Leiðinlegt að heyra með útileguna, vonandi færu að fara á Mallarrif samt :) Bumbumyndirnar eru ýkt fínar, græni útskriftarkjóllinn ekkert smá fínn!!! Væri til í að sjá mynd af allri þér í honum :)
Vertu nú dugleg að taka því rólega! Biða heilsa konu, barni, bumbu og bíbí :)
Gyða 10.7.2009 kl. 14:50
Ég minntist á það við þig að það væri gott að fá sér stuðningsbuxur (ég kannski sagði aðhaldsbuxur sem er nú ekki alveg það sem ég meinti) þegar þú ert komin þetta langt á leið. Að nota svona er svoldið eins og að einhver haldi undir bumbuna og það dregur aðeins úr þyngslunum sem maginn sjálfur og bakið þarf annars þurfa að bera. Minnkar álagið á einhver bönd í mallanum og getur hugsanlega komið í veg fyrir þessa svokölluðu togverki sem var í einhverju innslaginu sem ég sendir þér. Get eiginlega ekki útskýrt þetta en ég mæli með þessum brókum þó þær sé kannski ekkert augnayndi. Ég er algjörlega til í að fjármagna svona brók handa þér. Það sakar ekkert að prófa. Allavega skoðaðu endilega þessa linka:
http://www.stubbasmidjan.is/index.php?option=com_ahsshop&vara=2503&Itemid=31
http://www.tvolif.is/index.php?option=com_ahsshop&flokkur=36&Itemid=26&sP=0#
Luv ya fallega stelpa
Tengdó
Tengdó 10.7.2009 kl. 18:30
hæhæhæ, þetta eru æðislegar myndir, þú tekur þig frábærlega út. Hlakka rosalega til að hitta þig í september þegar ég kem heim.
ps. græni kjóllinn awsome :)
Katla.
Katla 11.7.2009 kl. 10:50
Mikið ofboðslega er kúlan þín falleg!!
Mér finnst samt eins og miðað við þessar myndir að kúlan þín stækki og þú mjókkir á milli mynda, ekki leiðinlegt það ;) Og litli rauðhaus er æðisleg þarna með!
Annars get ég samþykkt það sem fyrsti ræðumaður segir, þ.e. að útkriftarkjóllinn þinn er ótrúlega flottur, en maður myndi nú vilja sjá mynd af þér allri í honum!
Tanja 11.7.2009 kl. 23:43
Takk allar fyrir sæt komment. Ég bara ræði ekki við hatur mitt á myndum af mér sjálfri í fullri stærð ... án gríns. Mér finnst myndirnar sem Hrund tók af mér á útskriftardaginn alveg hræðilegar. Mér finnst ég svo feit í framan og með svo mikla undirhöku að mér finnst betra að vera hauslaus. Það er með herkjum að mér tekst að setja þessar myndir inn þar sem mér finnst sjást svo mikið í handleggina á mér sem eru algjörar bollur.
En kúlan finnst mér flott:)
dr 14.7.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.