Meira sumarfrí

Enduðum með því að eiga náttfatadag á þriðjudaginn. Lufsuðumst um á náttfötunum allan daginn, pöntuðum okkur pizzu, lékum okkur og hofðum á teiknimynd. Sprundin fór svo með Rakel í smá hjólatúr fyrir svefninn þar sem barnið var farið að skoppa um allt af uppsafnaðri orku.

Fórum í sund á miðvikudaginn og í heimsókn til ömmu og tengdó. Alltaf gott að láta bjóða sér í mat og sleppa við að fara í Bónus. Vorum svo heilmikið að stússa í gær. Fórum niður í bæ þar sem Einar er í unglingavinnu og grilluðum á opnu grilli sem krakkarnir eru með. Á meðan ég hvíldi mig í sófanum í vinnunni hjá mömmu fóru Rakel og Hrund á kanó með Einari, einnig á vegum unglingavinnunnar. Náðum í lykil að Malarrifi og rétt litum inn í Liti og föndur. Gleymdum hins vegar að setja í stöðumæli í þær 10 mín. og fengum sekt. Úps. Keyptum eitthvað smotterí í Bónus til að taka með á Malarrif og fórum svo í boði tengdapabba út að borða á Ítalíu. Eftir þetta var ég svo þreytt að ég gat varla labbað. Samdrættirnir héldu sig samt á mottunni og voru ekki fleiri en venjulega. Hrund parkeraði mér svo í sófann þegar við komum heim og sá að mestu um að taka okkur til fyrir Malarrif þótt ég gæti auðvitað ekki setið á mér og gert eitthvað.

Talaði við ljósuna í gær og hún gaf mér grænt ljós í sambandi við Malarrif. Vildi bara segja henni nákvæmlega hvernig þetta hefði verið undanfarið svo hún gæti sagt álit sig. Hún var mjög ánægð með að þetta hefði ekkert versnað og þótt ég fái einhverja samdrætti á klukkutíma allan daginn (sem er mun meira en flestar konur fá) þá getur verið að svona sé ég bara og mitt leg. Hún sagði mér því að njóta bara lífsins en auðvitað halda áfram að passa mig vel og hvíla mig.

 En nú er það sturta og svo Malarrif. Get ekki beðið. Skrifa eitthvað eftir viku líklega en veit ekki alveg hvað við verðum lengi, fer eftir mínu ástandi. Vona bara að allt verði í góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi áttuð þið góða og áhyggjulausa viku á Mallarrifi :)

Gyða 26.7.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband