Aðeins af okkur stelpunum

callInitCallbacks();

Vorum heila viku á Malarrifi. Samdrættirnir eru alltaf til staðar, að meðaltali 3-4 á klukkustund, og eru að öllum líkindum komnir til að vera. Ég fer til fæðingarlæknis á fimmtudaginn þar sem staðan verður endurmetin en hugsa að ég verði áfram á lyfjunum og þurfi að passa mig. Get samt alveg gert eitthvað, verð bara að passa að ofreyna mig ekki og muna að ég get gert miklu minna en ég er vön. Það er ansi erfitt. Er með svo mikla uppsafnaða orku sem ég fæ ekki útrás fyrir að hún brýst út í málæði og ég held heilu einræðurnar fyrir Sprundina sem alltaf er til í að hlusta, líka um miðjar nætur.

Malarrif var yndislegt að venju. Við, mamma, Valdís, Einar, Guðni vinur hans og tengdapabba vorum öll fyrstu dagana en Valdís og strákarnir fóru heim á sunnudegi. Þórir fór ekki fyrr en á mánudagskvöldið og eftir að hafa farið hringinn í kringum nesið með okkur. Stoppuðum í hverjum bæ, versluðum aðeins, fórum í sund, gengum um og fórum á kaffihús. Voða gaman. Eftir mánudaginn voru það bara við stelpurnar mínar og mamma sem fór ekki fyrr en á fimmtudegi og mér fannst það einstaklega notalegt. Fórum einn daginn að veiða en vorum annars mest að dunda okkur.

Ég plataði svo Einar til að passa og mömmu og Hrund með mér á Harry Potter á föstudaginn síðastliðinn en þá komum við heim úr bústaðnum. Ekki amaleg skemmtun það. Eyddum laugardeginum hjá tengdó og sunnudeginum hjá mömmu og vorum boðnar út að borða af tengdó á sunnudagskvöldið. Alltaf dekrað við mann. Fórum í hjólatúr (eða Rakel hjólaði) niður í Laugardal í gær og skelltum okkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn Rakelinni til mikillar gleði. Mamma passaði svo þegar við Hrund fórum í bíó (veit ekki hvað er að koma yfir Hrund, hún sem vill aldrei fara í bíó) og svo fór ég upp í rúm og bjó mig undir að rotast. Hef verið að fara allt of seint að sofa og var hreinlega að drepast úr þreytu í gær. Gat svo ekkert sofnað og er ýkt svekkt núna þar sem ég er jafn þreytt. Búhú.

Annars fór ég til ljósunnar rétt fyrir Malarrif og aftur í gær og legbotninn (stærðin á leginu) var mældur í bæði skipti. Í fyrra skiptið var hann 24 cm sem var þá jafn mikið og vikurnar eða eins og það á að vera. Í gær var ég komin 26 vikur og 5 daga en legbotninn var 29 cm!!! Var einmitt nýbúin að segja við ljósuna að mér fyndist kúlan hafa sprungið út á einni viku. 5 cm á rúmum tveimur vikum takk. Hún er líka orðin huges. Huges. Að mér finnst. Fer í sykurþolspróf í næstu viku til að athuga með sykursýki en það getur haft áhrif á vöxt krílanna. Annars er greinilegt að barnið dafnar vel. Þriðji þriðjungur byrjaður og viku betur, 3 mánuðir eða svo í krílið. 

 Oh lord.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málæði? Hringdu eeeendilega í mig og fáðu útrás :D Hlakka líka til að sjá kúluna eftir allan þennan tíma :)

Gyða 28.7.2009 kl. 18:42

2 identicon

Við verðum eiginlega að mæla okkur mót og hittast fljótlega því ég efast um að við eigum eftir að vinna meira saman ... Ætli þú/þið komið ekki til vinnu aftur þegar ég er orðin bíllaus og neyðist til að vinna heima.

dr 29.7.2009 kl. 09:34

3 identicon

Heyrðu nú mig mér sýnist að þú sért að gera ansi margt!!! Röfli röfli röfl (nenni ekki að skrifa röflið í mér og þú örugglega ekki að lesa það). var að vona að þið yrðuð á Malarrifi yfir Versló hefði svo vel verið til í að kíkja þangað ;o) Annars heyri í í þér bráðum

koss

hvað er barnið orðið stórt ef þessi botn er 29 cm? (spyr Oddný barna ylli)

Oddný 29.7.2009 kl. 18:49

4 identicon

Það ætti að vera um 34 cm frá höfði og niður á tásur og vega um eitt kíló. Nema það sé huges og yfir kúrfu.

dr 30.7.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband