31.7.2009 | 10:49
Vikan hjá okkur
Við erum sumst búnar að fara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn eins og áður sagði, þrífa slotið með dunandi tónlist í eyrunum, mála, fara í vöfflukaffi til Eddu móðu, fara á bóksafnið og grúska og koma heim með haug af bókum, fara á kaffihús og hlæja, búa til grænan leir og leira úr honum öllum, fara í sund, grafa upp videospólu með Strumpunum í Laugarásvideo og horfa á myndina og borða popp og bjóða tengdapabba í sítrónukjúkling og epla- og berjapæ.
Erum að hugsa um að fara upp að Kleifarvatni á eftir og veiða og fara í mat til tengdó ef hún er til með að fá okkur. Annars er sumarfríið okkar alveg að verða búið, Rakel fer til pabba síns á sunnudaginn og við Hrund til vinnu á þriðjudaginn. En þetta síðasta sumarfrí okkar þriggja saman (næst verðum við fjórar eða fjögur) hefur verið yndislegt og sólríkt.
Var hjá fæðingarlækni í gær sem vildi að ég prófaði að sleppa lyfjunum. Ef samdrættirnir aukast ekki við það þarf ég ekkert að taka lyfin og það er auðvitað best að vera laus við þau. Er enn að gera tilraun, tók bara eina töflu í gær og varð ekki var við neina svaka aukningu, ætla að taka daginn í dag lyfjalausan líka og reyna að fylgjast vel með samdráttunum.
Núna er krílið um 34 cm frá höfði og fram á tásulinga og vegur um eitt kíló. Bara lítil manneskja. Augnlokin hafa myndast og barnið byrjar að opna augun. Krílið fer að dreyma og margir telja að meðvitund barnsins vakni um þetta leyti. Það fær líka hiksta og sparkar vel í mammí sína.
Við Rakel erum að horfa á mynd um afríska strákinn Kirikou (minnir að þetta sé skrifað svona), æðisleg teiknimynd og öðruvísi en allar hinar. Einn ungi í malla og annar mér við hlið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.