Nei, hættu nú alveg

Nú er Hrund orðin veik! Og hún sem fór í flensusprautu í síðustu viku. Annaðhvort er hún með svínó eða einverja þriðju pestina sem er að ganga, allavega ekki það sem við Rakel vorum með. Ég er svo miður mín yfir þessum endalausu veikindum hérna að ég er gráti næst. Í fyrsta lagi vil ég hafa Sprundina með mér í fæðingu og það getur hún ekki og fær ekki lasin. Og ég get farið af stað hvenær sem er. Í öðru lagi meika ég ekki, svo innilega ekki, að verða veik aftur. Get það ekki og höndla ekki tilhugsunina um að vera veik í fæðingu. Í þriðja lagi vil ég alls ekki að rauðhaus verði veik aftur, allt of mikið álag fyrir svona litla stelpu og ég vil bara að allir séu frískir!!! þegar barnið fæðist.

Langar helst að fara eitthvað í sóttkví.

Sprundin var ekki með hita í morgun en höfðuverk, mikið kvef, beinverki og slæma hálsbólgu. Ég skipaði henni að hringja á heilsugæsluna um leið og hún fengi hita. Vil þá láta taka streptókokkastrok eða svínaflensustrok eða eitthvað og fá úr því skorið hvort eitthvað sé hægt að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu þér bar í eins mikið sóttkví og þú getur, fáðu þér sóthreynsandi á hendurnar og vertu dugleg að bera það á þig.

Kem kannski aftur um næstu helgi

Oddný 19.10.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband