24.11.2009 | 23:24
ok
Undanfarnar tvær nætur hefur Röskva vakað til að verða fimm um nóttina. Hún sefur yfirleitt mjög stutt í einu á daginn og kvöldin og tekur svo tvo langa dúra yfir nóttina. Einn frá svona tvö til fimm (give or take) og svo eftir að hafa sopið og fengið hreina bleiu sefur hún til svona átta (give or take). Í drekkutíma, bleiu, smá spjall og svoleiðis fer yfirleitt eitthvað um klukkutími, stystur tími á nóttunni. Eftir næturblundina tvo tekur hún yfirleitt einn órólegan blund fram að hádegi eða lengur, fer eftir því hvenær hún sofnar. Hún sefur svo órólega að ég held oft að hún sé vöknuð og hef skellt henni á tútturnar (þá sjálf mjög sofandi) og tekið svo eftir því að barnið er steinsofandi en bara með svona mikinn rembing í svefni. Sem sagt, þetta er hennar svefnmunstur ef þið vilduð vita það.
Anywho. Síðastliðin tvö kvöld svaf hún óvenju mikið og var greinilega EKKERT þreytt eftir það. Tók smá org, lét ganga með sig og sofnaði en það var bara í plati og hún vaknaði eftir 10 mín. power napping (eða er bara eitt p í þessu orði?). Svo var hún alveg róleg næstu fimm tímana en glaðvakandi. Kvartaði smá öðru hvoru bara svona til að tryggja að við mæður værum ekkert sofnaðar.
Þar sem hún er alveg að verða mánaðargömul (oh my) ákváðum við að prófa í kvöld að halda henni vakandi í tvo tíma eða svo fyrir nóttina eins og fólk virðist almennt gera til að koma reglu á svefn ungra barna. Hún vaknaði eins og venjulega eftir smá blund um níu, drakk og fékk hreina bleiu og svona. Öskraði pínu á skiptiborðinu til að styrkja lungun og SOFNAÐi svo. Ó já, þrátt fyrir tilraunir okkar mæðra til þess að koma í veg fyrir það. Reyndar eyddum við mestum tíma í það að velta fyrir okkur hvernig í fjandanum fólk héldi pínkulitlum peðum vakandi. Við settum hana í ömmustól, prófuðum að hrista hann, hafa hann kyrran, taka snuðið, sýna bangsa, gefa frá okkur furðuhljóð. Barnið gargaði á allar tilraunir þar til það fékk snuðið og rotaðist svo í korter. Rétt um ellefu. Vaknaði svo aftur rúmlega ellefu. Power napping. Núna hefur hún þrek til að skoða heiminn næstu fjóra tímana. Og við mæður vægast sagt þreyttar.
Ég er ekki beint að kvarta. Mér finnst yndislegt ef henni líður vel og það er frábært að hún geti (þegar hana langar) sofið á nóttunni. Væri bara enn þá betra ef hún gæti farið aaaaaaðeins fyrr að sofa.
Og þið hefðuð átt að sjá barnið þegar við vorum að reyna að halda henni vakandi. Miðað við augnaráðið sem hún gaf okkur hélt hún okkur búnar að missa vitið.
Ó nei, hún er sofnuð aftur. Mikið ansi á hún eftir að vera hress á eftir þegar hún vaknar á miðnætti, tilbúin í vökupartý.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff, vonandi verður þetta ekki "svefnmunsur Rakelar" taka 2 !!! vonandi ertu dugleg við að sofa þegar hún sefur - kortersblundina
Hvenær er best að heyra í þér ?? þori varla að hringja ef ég skildi vekja Röskvu (eða þig)
ást hamingja og regnbogi
Oddný 25.11.2009 kl. 00:03
Gangi ykkur vel með litla power napparann! Hlakka til að sjá myndir og heyra í þér næst :)
Gyða 25.11.2009 kl. 00:44
Það er best að hringja eftir hádegi Odda podda. Milli tvö og þrjú er alveg eðaltími. Ég gæti nú líka prófað að hringja í þig sæta mín.
Taka tvö af vökunóttum er EKKI í boði. Hins vegar er mikill munur á því hvort barnið er á orginu eða bara að skoða heiminn eins og Röskvulingur gerir nú mest af sem betur fer.
dr 25.11.2009 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.