Á morgun ...

... verður rauðhausinn 5 ára og Röskva mín 7 vikna. Þær eru báðar orðnar svo stórar að ég trúi því ekki. Hvað þá að minns eigi þær. Kraftaverkin mín.

Afmælisveislan tókst vel, tveir tímar af svaka fjöri og batmanköku. Mestu skiptir að Rakelin var himinlifandi. Gjöf okkar mæðra sló í gegn og krakkarnir hlustuðu á örugglega alla diskana sem hún fékk með geislaspilaranum í afmælinu. Vorum svo líka með opið hús og heitt á könunni fyrir ættinga á þriðjudaginn sem gátu þá komið við og gefið pakka og knús. Rakelin fékk legó og bækur og bíla og var hæstánægð með það. Best fannst henni þó held ég að fá að borða piparkökurnar sem við bökuðum og skreyttum síðustu helgi hjá mömmu ...

Vorum bara á ferðinni síðustu helgi, Röskvan orðin svo stór. Vorum eins og áður sagði i bakstri hjá mömmu og fórum líka í heimsókn til tengdó þar sem Röskvulingur svaf á meðan við hinar fórum í pottinn. 

Ætlum allar að kaupa jólatré á eftir og svo jafnvel í laufabrauðsútskurð til mömmu (hún vinnur niðri á þingi svo það er nú ekki víst að hún komist neitt heim til sín).

Um helgina vonast Sprundin til að komast út að kaupa gjafir handa systkinum sínum og mér. Það eru rúmar tvær vikur frá hnéaðgerðinni og hún er enn þá kvalin og kemst ekki í vinnu og er læknirinn ekki sáttur með það. Sprundin höktir um og sem betur fer er Röskva það vær að ég gat stokkið út og keypt allar gjafir og undirbúið jólin þar sem það er lítil hjálp í litla fatlafólinu. Desember hins vegar þýtur hjá og ég á enn eftir að baka tvær sortir og gera ólvíubollur, stefni á það um helgina. Svo þarf víst að pakka inn en það finnst mér ömurlega leiðinlegt. Hrund finnst það skemmtilegt en hún er svoooooo lengi að dútla við þetta að hún nær þremur pökkum á meðan ég pakka inn rest og reyti hár mitt yfir því hvað þeir eru ljótir hjá mér.

Röskvan er að skána af hormónabólunum og er svo falleg og brosir svo mikið og hjalar að ég gæti grenjað. Læt mér nægja að tárast. Finn samt hvernig hjartað vill út úr brjóstinu af stolti þegar ég skoða myndir af yndislegu stelpunum mínum. Elska kvöldin þegar ég fer að sofa og heyri léttan andardrátt Röskvunnar við hlið mér í rúminu og gnístrið í tönnunum (og stöku hróp og köll því barnið talar og æpir endalaust upp úr svefni) í rauðhaus í herberginu á móti. 

Það er sko hamingja.

Var að setja myndir af gullunum mínum inn á Barnaland, allir að kíkja. Hér smá forsmekkur:

pc110110.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með stóru flottu stelpurnar þínar :)

Gyða 17.12.2009 kl. 13:26

2 identicon

Viðbót: Æðislegar myndir! Ég hló alveg stundum upphátt, Rakel ýkt flott að dansa við nýja strumpadiskinn og svipbrigðin á Röskvu stundum, hahaha :)

Gyða 17.12.2009 kl. 13:35

3 identicon

Þær eru dásamlega fallegar, stelpurnar ykkar. Þið eruð mikið lánsamar. :)

Bjarndís

Bjarndís 20.12.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband