Í fréttum er þetta helst

Héðan úr kotinu er það helst að frétta að ég er BÚIN AÐ FÁ VINNU. Ég get ekki og ætla ekki að reyna að lýsa fyrir ykkur hversu fegin ég og fjölskylda mín er. Verð að vinna upp í skóla.

Röskva er farin að velta sér frá baki og yfir á maga (fyrir þá sem ekki vita gera flest börn það á þessum aldri, veltingur af maga og yfir á bak kemur að jafnaði á undan og Röskva gerði það þegar hún var 11 vikna). Núna stoppar barnið ekki. Ég legg hana á bakið á leikteppið og skrepp inn í eldhús að ná í pela eða fá mér vatnsglas. Kem aftur og þá er Röskva nokkrum veltingum frá teppinu að sleikja drulluskítugt parketið í gúddí fíling. Það er nær vonlaust að skipta á henni þar sem hún veltir sér um leið. Fæturnir á henni eru út um allt og í morgun sparkaði hún niður stórri glerkrukku með kókosólíu þegar hún var að reyna að velta sér ofan í vaskinn inni á baði. Ég var berfætt og þurfti að standa grafkyrr heillengi með glerryk milli tánna og undir iljunum á meðan Hrund bar Rakel út úr baðherberginu og sópaði það helsta svo ég kæmist að baðkarinu að skola mig.

Ég gerði þrifaplan í gær og hengdi á frystinn. Það er bara ekki þrifið hérna nema það sé eitthvað plan að fara eftir. Það hreinlega deyr eitthvað inn í mér þegar ég þarf að þrífa, mér finnst það svo leiðinlegt. Geri það samt því ég verð þunglynd af því að hafa drasl og skít í kringum mig. Röskva er farin að æfa sig í að skríða. Skýtur upp litla rassinum og togar sig áfram. Það dugir ekkert annað en að hafa gólfin sæmileg hrein svo Röskvaa geti smakkað á þeim. Núna verður þrifið smá á hverjum degi og þrifunum komið fyrir inn í stundaskrá dagsins.


Röskva verður búin að lifa hálft ár á morgun og rauðhausinn minn fer í skóla í haust. Ég á ekki til orð. Er ekki bara komin tími til að koma með annað kríli? Börnin myndu þá sofa í hjónarúminu og við Hrund í kojum í barnaherberginu.

Ég er alltaf á leiðinni að setja myndir inn á Barnland. Það er heilu haugarnir af þeim inn á flakkaranum, svo mikið að mér fallast hendur. Svo langt síðan ég hef montað mig af stelpunum mínum að ég er komin með fráhvarfseinkenni.

Átröskunarpúkinn lætur mig ekki í friði og ég hræðist hugsanir mínar. Svo mikið að ég veit að ég þarf hjálp. Tek fyrsta skrefið á eftir og hitti sérfræðingin minn sem hefur alltaf hjálpað mér svo mikið. Ég get aldri hætt að skammast mín fyrir að hafa verið/vera með átröskun og aldreit hætt að skammast mín fyrir að vera svona feit. Veit samt að ég mun skammast mín mest ef ég geri ekkert í mínum málum og missi tökin og missi af stelpunum mínum því átröskunin leyfir mér ekki að sinna neinu nema sér.

Endilega kíkja í heimsókn. Ekki á eftir samt því að við ætlum að þrífa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til ham með vinn.

Hugmynd: þið Hrund sofið í hjónarúminu og börnin í kojunum. Finnst það einhvern vegin sniðugra. Getið haft neðrikojuna með breiðri dýnu svo að 2-3 börn geti sofið þar (komið með tvíbura næst).

Dreptu átröskunarpúkann. Ég þekki þig og veit að þú ert þrjóskari en hann.

Þú átt ekki að skammast þín fyrir átröskunina og alls ekki fyrir að vera "feit" (þú ert ekki feit). Gott hjá þér samt að blogga um þetta, það er meira en margir myndu þora.

Hlíf 29.4.2010 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband