20.10.2010 | 14:25
Trú og trúboð
Verður nokkuð allt vitlaust ef ég set þetta hérna inn ... Nei, nei.
Hvað finnst ykkur um ályktunina um samskipti leik-og grunnskóla við trúfélög sem meirihluti Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar (eða fulltrúar í því) hefur lagt fram?
Bara svona að velta þessu fyrir mér. Sjálf er ég trúuð en ég vil ekkert með kirkjuna hafa og vil ekki sjá trúboð í skólum og leikskólum. Ég vil fá að sjá um trúaruppeldi barna minna sjálf. Þetta stuðar Hrund líka mikið enda er hún trúlaus með öllu. Ég var mjög lengi að komast að því hvort ég tryði og á hvað ég tryði og ákvað í framhaldi af því að segja mig úr Þjóðkirkjunni. Svo er þetta alltaf að þróast. Ég hætti að biðja bænir með Rakel og ætla ekki að kenna Röskvu neinar og svo signi ég þær ekki lengur, kyssi þær á ennið í staðinn og lít á það sem alla þá vernd sem ég get boðið þeim. Mér finnst allt í lagi að þær læri bænir við Hrund ætlum ekki hafa það sem hluta af kvöldrútínu að fara með þær. Við getum alveg beðið saman um styrk eða gott til handa góða fólki en þá verður það með okkar eigin orðum. Annaðhvort iðka ég trúarbrögð eða ekki og ég ætla ekki að gera það. Ég vil auðvitað fyrir allan muni að börnin mín læri um allt milli himins og jarðar en ég vil bara að það sé ljóst að sumir trúi einhverju og aðrir öðru, það er ekkert eitt réttara en annað.
Rakel er algjörlega heilaþvegin af trúboðinu sem fór fram í leikskólanum hennar og við mamma hennar vorum hreinlega of seinar að kippa henni út úr þessu öllu. Kona er svo vön þessu. Svo er auðvitað glatað að maður þurfi að gera það. Vera heima með barnið því það er það eina í stöðunni ef maður vill ekki að það fari í kirkju. Svo kom líka prestur sem talaði um Jesú og ég veit ekki hvað, ýmislegt bara sem ég trúi ekki á.
Ég vil ekkert endilega að dætur mínar trúi því sem ég trúi eða verði trúlausar. Ég vil bara að þær fái fresli til að velja sjálfar og mér finnst þær ekki fá það eins og staðan er í dag.
Ég vil heldur ekki leggja af jólaball og jólaföndur og svoleiðis en ég vil ekki hafa jólahelgileik þar sem Rakel leikur Jesúbarnið. Hún má (og ég vil það) gjarnan læra um guð og jésu og kristni yfir höfuð og hvaða áhrif hún hefur haft á menningu okkar og hvað hún spilar stórt hlutverk, ég vil bara ekki að trúin sé boðuð umfram aðrar.
Ég var svo roooosalega lengi að móta mér mínar eigin skoðanir og þær eru enn í mótun. Við Hrund vorum t.d. að pæla í gær hvað við ættum að gera með aðventukransinn þar sem hann vísar beint í trú. Ég vil gjarnan hafa hann áfram og við getum gefið honum þá merkingu sem við viljum, niðurtalning í jólin, hátíð ljóssins fyrir okkur. Það er oft svo erfitt að greina á milli menningarlegrar hefðar og trúar ...
Ég ólst alls ekki upp við neitt trúaruppeldi þótt amma hafi kennt mér bænir og svona. Ég lærði hins vegar óhemju mikið af kristinfræði, fékk gefins Nýja testamentið, fór í kirkju, hlustað margoft á presta í skólanum og fór í fermingarfræðslu á skólatíma. Sem sagt ólst upp í kristinni trú og var heillengi að brjótast út úr viðjum vanans.
Ég veit bara að ég verð pirrandi mamman í skólanum og leikskólanum ef þetta heldur svona áfram, get ekki sætt mig við kirkjuferðir og þvíumlíkt. Ekki frekar en að börnunum sé gefið snakk og ís þrjá daga í röð þegar það er afmæli í leikskólanum, vil bara ekki láta taka fram fyrir hendurnar á mér.
Efast ekki um að margir séu ósammála og það er líka allt í fína:)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 21.10.2010 kl. 13:38 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst nú bara gott að þú opnir þessa umræðu. Ég hef aldrei verið fylgjandi því að vera með trúfræðslu eða trúboð eða hvað það er kallað í skólum. Ég minnist þess ekki að það hafi verið gert þegar ég var í skóla, við bara lærðum biblíusögur og það var allt og sumt. Tel nú að það sé engin nauðsyn að kenna kristinfræði í skóla en ég held samt að það sé ekkert slæmt. Amma mín kenndi mér allar þær bænir sem ég kann. Og á einhverjum tíma í minni æsku fór ég með þessar bænir áður en ég fór að sofa í þeirri röð sem amma kenndi mér þær.
Þegar krakkarnir voru í leikskóla býst ég við því að það hafi verið einhver trúarumræða í gangi. Allavega man ég eftir því að Tristan pældi mikið í Jesú og Guði á tímabili. Var t.d. viss um að Guð væri unglingur því hann sæist ekki (eins og unglingar). Ég hef aldrei haldið að þeim trú og taldi það bara nokkuð gott að þau náðu að læra Faðirvorið fyrir ferminguna sína.
Ég veit nú ekki alveg hvers vegna Hrund er svona trúlaus. Afi hennar var nú með guðhræddari mönnum og var mjög pirraður þegar ég vildi ekki hafa bækur frá hvítasunnumönnum inn á mínu heimili. Sérstaklega var það bók um manninn sem byggði hús á bjargi og þann sem byggði sitt hús á sandi. Sá sem byggði húsið á bjargi var fagur og bjartur yfirlitum og átti fallega fjölskyldu og hann var talinn vitur. Sá sem byggði sitt hús á bjargi var ljótur og dökkur og átti ljóta fjölskyldu. Mér fannst þessi bók ljót og hún fékk að vera í næsta húsi hjá Dóa og Ólöfu.
En þú hefur fullan rétt á því að ráða því hvað er haft fyrir börnunum þínum og átt að segja þína skoðun á því.
Mín barnatrú dugir mér vel og síðustu ár hef ég mínar efasemdir, en ég trúi á það góða í manninum og að það er eitthvað æðra en ég. Og það kemur fyrir að ég bið guð um að vernda þá sem mér þykir vænt um. Og ég signi ungbörn áður en ég set þá í bol þegar þau koma úr baði. Það var gert við mig og mér finnst eitthvað fallegt við það.
Og það sem tengist jólunum eins og aðventukransar finnst mér ekkert endilega tengjast trú og þó að jólin séu trúarhátíð er það ekki endilega þannig í huga mínum. Jólin eru tími til að vera með sínum nánustu og eiga góðar stundir saman í svartasta skammdeginu. Jólin eru hátíð barnanna í okkur öllum.
Svo ég er nú ekki mikið ósammála þér Díana mín, eiginlega aðallega sammála þér.
Tengdó
Silla 23.10.2010 kl. 17:45
Já, við erum eiginlega ansi sammála. Ég trúi svipað og þú en er mikið að vesenast með hvort ég vilji signa stelpurnar eða bara kyssa þær á ennið eins og ég hef gert undanfarið. Ég ætla allavega að halda því aðeins áfram og sjá hvernig ég fíla það.
Hrund hefur legið undir feldi í nokkra mánuði núna og segist svo södd af trúarbrögðum að hún sé hreinleg komin með upp í kok. Hún segir að trú hreinlega stríði gegna hennar rökhugsun og hún virðist mjög sátt við að vera komin að þeirri niðurstöðu að hún sé trúlaus.
Stelpurnar munu því alast upp við það að mamma hennar trúi ekki og að ég trúi eins og ég trúi. Rakel sagði við mömmu sína um daginn að ég tryði því að guð væri falleg orð og orka og það er einmitt málið. Ég þarf oft á þessari orku að halda til að verða betri manneskja og til að geta sinnt börnunum mínum betur. Ég trúi því að þessi orka veiti mér styrk og allt þar fram eftir götum. Trúin á sjálfan sig skiptir samt mestu.
Ég er er hefðakona (ekki hefðaR :)) og finns svo margir fallegir siðir til. Mér finnst algjör óþarfi að henda þeim í burtu. Mér finnst líka mikilvægt að börn læri um kristni í skólum (sem eitt af trúarbrögðum heimsins, EKKI það eina rétta) því hún er hluti af samfélaginu og hefur verið lengi. Rétt eins og heiðni var á sínum tíma og allt það. Við varðveitum nú enn þá fullt af heiðnum siðum þótt við séum kristin þjóð svo við ættum nú að geta sungið sálma og kveikt á aðventukertum þótt prestar sleppi því að heimsækja skóla.
Svo hlakka ég hrikalega til jólanna ...
dr 24.10.2010 kl. 08:42
Alveg sammála.
Mér væri reyndar sama þó barnið mitt (ef ég ætti) léki í helgileiknum ... ágætis saga ... en ég myndi ekki vilja að barninu mínu væri kennd sagan eins og einhver heilagur sannleikur:)
Annars er þetta eins og talað út úr mínu hjarta
Hlíf 24.10.2010 kl. 23:02
Rock on
Oddný 28.10.2010 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.