Blót blót blót blót

Var búin að skrifa risa færslu sem hvarf. Alltaf þegar ég er byrjuð að sætta mig við tölvur gerist eitthvað svona. Maður snertir vitlausan takka og tölvan refsar þér með því að þurrka hálftíma skrif út. Ég sem var svo ánægð með þau og nenni ekki að skrifa þetta aftur. Er í fýlu og enginn til að sleikja hana úr mér. Það er ekki einu sinni til mjólk í kaffið!!! Til hvers að lifa!!!

Var búin að skrifa um athugasemdaleysi á þessu bloggi. Skrolla alltaf spennt niður og örsjaldan er nokkuð að finna. Nógu margir lesa bloggið og fimm árrisulir búnir að lesa í morgun klukkan tíu. But who are you people? Nú fér ég út á mánudaginn og þá eigið þið eftir að sjá hversu stór hluti skrif mín eru af lífi ykkar og hversu nauðsynlegt er að athugasemdast. Komaso!

Var óvænt búin með allan lærdóm gær. Meira að segja búin að læra fyrir próf sem átti að vera næsta föstudag en var frestað. Rakel var heima hjá mér þar sem lokað var á leikskólanum og fékk að horfa á Línu sína Langsokk á meðan ég rústaði herberginu hennar. Fór í gegnum allt dót, henti ónýtu, setti of smábarnalegt í geymslu og grynnkaði á bangsaflóðinu. Núna er loksins hægt að loka kistunni þar sem þeir eru geymdir. Vil því vinsamlega biðja um bangsalausar gjafir á næstunni. Það eru nokkrir pokar af þeim upp á lofti.

Fór aftur til hnykkjarans í gær. Get kannski farið að sofa verkjalaus núna. Rakel fékk svo að fara í bankann og tæma baukinn sinn. Hún fékk dvd mynd með heilbrigðu og ómannskemmandi barnaefni. Allt ættað frá Svíðþjóð. HEJA SVERIGE!!! Fékk líka nýjan sparibauk en fannst ótrúlega dónalegt að það væri engir peningar í honum. Hóf strax að betla. Fórum til afa og ömmu sem létu langömmu/afabarnið sníkja út úr sér allt klink. Héldum svo til ömmu Öllu sem einnig tók afar vel í betlið og fannst verst að eiga ekki nóg af hundraðköllum. Þetta barn er milli. Þegar hún var skírð stofnaði fólk reikninga hist og her handa henni og lagði eitthvað inn á. Ég hef enga yfirsýn yfir þessa reikninga nema kannski þann sem við Hrund leggjum inn á. Það verður vel séð um mann í ellinni greinilega.

Sóttum líka rúmar 200 myndir í framköllun í gær. Októbertilboð á netframköllun hjá Hans Petersen. Fórum svo heim og lögðum barnið, kveiktum á kertum og gerðum það sem okkur hjónakyrnunum finnst skemmtilegast. Stússuðumst. Höfðum farið í Tiger og keypt ýmislegt smádót til að lappa upp á heimilið. Þarf ekki mikla peninga til og endalaust hægt að breyta og betrumbæta. Eftir sameiginlegt stúss fór ég að raða myndum í albúm og Hrund að mála og svo horfðum við á heimildarmynd um orðið fuck sem var afar áhugaverð. Mæli með henni.

Núna er barnatíminn búinn í sjónvarpinu. Hrund búin að dorma í sófanum og bora tánum inn í mig og ég búin að tölvast í ró og næði. En nú er friðurinn úti, Rakel er vöknuð til lífsins. Ætlum að spila lottó og taka svo einn Laugara. Athuga hvort við sjáum einhverjar jólagjafir (nauðsynlegt að byrja snemma þegar súperkona heimilisins fer ekki í frí fyrr en hálf fjögur  21. desember).

Rakel getur ekki beðið. Skrifa næst eftir heimkomu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæbbs!

Það sem stakk mig í augun við að lesa þessa færslu var að þú varst að kvarta yfir mjólkurskorti í kaffið. Haaa? Seinast þegar ég vissi var það svart og sykurlaust og þú skildir ekkert í mér að vera að setja SYKUR út í kaffið. Reyndar meika ég ekki lengur að setja sykur út í kaffið. Nema að það sé karamellusýróp í café latte. Úff, ég held að ég verði að fara á fætur og hella upp á könnuna. 

Tinna Rós 20.10.2007 kl. 11:22

2 identicon

Ég les bloggið þitt til að komast í gott skap. Þú ert bara góður penni. Skrifar svo fallega um snótirnar mínar og ert besta tengdadóttir í heimi. Luv ya tú písis og vonandi finnur þú netkaffi í Madrid til að skrifa nokkrar línur...She

Amma Silla 20.10.2007 kl. 13:06

3 identicon

Það eru sko alveg netkaffi í Madríd:) Til dæmis eitt á Puerta del Sol... ferð örugglega þangað. Við hliðina á u.. u..

 Ég skal alveg kommenta oftar. Ég er bara svo hrædd um að ég fari að virka eins og einhver stalker. 

hlíf ísl 20.10.2007 kl. 13:27

4 identicon

Komment komment komment  

Arna 20.10.2007 kl. 16:38

5 identicon

Ó þú ert svo skemmtileg! Ég skal vera duglegri að kvitta fyrir mig!

inam 21.10.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband