21.10.2007 | 20:58
Æ ...
... þið bara trúið ekki hversu glöð ég var yfir að fá fimm athugasemdir við síðustu færslu. Ég bara táraðist en passaði að láta Hrundina ekki sjá það. Verð að halda kúlinu. Fyrir utan það að ég fer svo aðveldlega að gráta og Hrund finnst það skrítið. Eða ég skrítin. 'Ég held stundum að þú sért á einhverju' varð henni að orði í gær. Þá hafði galsinn, sem ég ræð ekkert við, brotist fram með látum. Ég bullaði svo mikið í Rakel að hún var farin að hlægja taukaveiklunarhlátri og ég var næstum búin að valda árekstri með látunum í mér. Var reyndar ekki að keyra en óvænt hróp og köll trufluðu Sprundina við aksturinn. Hún hrökk t.d. í kút þegar ég gargaði skyndilega HEJA SVERIGE!
Helgin er búin að vera yndisleg. Yndisleg. Röltum Laugaveginn og keyptum nokkrar jólagjafir. Fórum á kaffihús, á Þjóðminjasafnið og í kvöldmat til mömmu og svo aftur í morgunkaffi til mömmu í dag. Það var bara yndislegt að sötra kaffi og horfa á stelpurnar mínar. Það er gott að elska. Þá sérðu fyrst alla litina í regnboganum. Þegar ástin er gagnkvæm geturðu loks snert hann. Um helgina hafði ég regnbogann í hendi mér.
Og Rakel var svo fyndin svo fyndin. Samkvæmt henni býr hún núna á 'Laugaverk' með fjórum hundum og ketti sem ekki klórar. Við megum koma í heimsókn.
Í morgun sagði ég henni svo að ég væri að fara til útlanda og yrði farin þegar hún vaknaði. 'Þá verð ég aaaaalein' sagði hún döpur. Ég benti henni á að mamma hennar yrði nú heima. Hún sagðist samt myndu sakna mín rooosalega lengi lengi lengi. Ó já. Kúrði sig svo í hálsakot mitt áðan og sagðist elska mig.
Ég ætla að fara að knúsa konuna mína núna. Besos y abrazos.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtu þér vel úti skvís bið að heilsa öllum konunum þínum
Arna 22.10.2007 kl. 22:01
varð að bæta einu við þegar ég rakst á þetta:
"...Ekkert á jörðu er sælla en draumur um návist elskhugans þegar hann er fjarri." (Salka Valka, fuglinn í fjörunni, 25.kafli)
Arna 23.10.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.