5.11.2007 | 10:33
Vá ...
... hvað ég hef verið ódugleg að skrifa. Er bara búið að vera brjálað að gera. Síðasta vika fór í að vinna upp vikuna sem ég var í Madrid. Ég lærði t.d. af kappi fyrir próf í spænskri málfræði sem kennarinn hafði leyft mér að taka viku seinna en allir hinir af því að ég var í útlöndum. Hélt ég. Þegar ég var búin að læra eins og brjálæðingur fyrir það ákvað ég að senda honum póst til þess að staðfesta prófdaginn. Kom þá í ljós að þetta var allt saman misskilningur. Lokaprófið gildir meira hjá mér, get ekki fengið að taka það núna. Ó. Núna var ég búin að eyða megninu af vikunni í að læra fyrir próf sem ég var ekki að fara að taka. Allur annar lærdómur var langt á eftir áætlun. Þannig ég þurfti að setja í fimmta gír. Þið skiljið. Og hafði hvorki orku né nennu til að blogga. Hins vegar komst ég að því að ég hugsa í blogginu. Í setningum sem myndu sóma sér vel á blogginu. Og um það sem ég myndi vilja skrifa á bloggið.
Ég, Hrund og Rakel útréttuðum eins og okkur einum er lagið á föstudaginn. Sóttum Rakel í leikskólann á hádegi og drösluðum henni í búðir. Hún er samt ótrúlega meðfærileg og við komum ýmsu í verk. Fengum okkur svo pulsu og kókómjólk. Hrund fór svo austur á Selfoss og gisti þar (jarðaförin hans Dóa var á laugardaginn) en ég og Rakel vorum boðnar í náttfatapartý til mömmu. Það var ótrúleg kósý. Leið eins og ég væri aftur komin í menntaskóla og byggi heima þegar ég sat upp í sófa með mömmu og systkinum mínum, horfði á sjónvarpið og borðaði snakk. Reyndar átti ég þá ekki barn sem hraut inni í herbergi. Mamma var alveg að springa úr hamingju. 'Öll börnin mín heima og barnabarnið'.
Fékk svo far austur með tengdó daginn eftir. Útförin var falleg og sorgleg. Sprundin mín var falleg og sorgmædd. Við kyrnurnar keyrðum svo heim og fórum beint í náttföt og upp í sófa. Kveiktum á kertum og knúsuðumst undir hlýrri sæng. Og ég strauk yfir hárið á Hrund og kyssti tárin á vöngunum. Og fannst ég hjálparvana. Það er svo vont að geta lítið sem ekkert gert fyrir þann sem þú elskar þegar hann þjáist.
Rakel gisti ein hjá mömmu aðfarnótt laugardagsins. Hún grét mikið þegar mamma sagði að nú yrði hún að fara heim til mömmu og mammíar. Við fórum svo með hana til tengdó og leyfðum henni að skottast. Þegar ég sagði að nú þyrftum við að fara heim og setja lærið í ofninn fór hún að gráta. Ætli við Hrund séum svona leiðinlegar?
Svo skreið engillinn upp í til okkar í morgun í hvítum prinsessunáttkjól. Hún horfði á okkur með kátínu í augunum. Eldrauða hárið myndaði ramma í kringum litla eplaandlitið. Hún skríkti og hló og lagðist svo upp að mér og sagði: 'þú ert ynisle (lesist yndisleg) mammí'. Lagðist svo upp að mömmu sinni og sagði: 'Þú ert ynisle mamma'. Þar hafið þið það.
Ég er mikið bún að hugsa um málshætti og orðatiltæki undanfarið. Var að spá í að hafa málshátt dagsins á blogginu. Kannski ég geri það. Stundum getur málsháttur og aðeins málsháttur tjáð nákvæmlega hvað ég er að hugsa og hvernig mér líður. Það gerir þá svo töfrandi í mínum augum. Kannski ég geri þetta. Kannski ekki. Er að hugsa um að leyfa ykkur að kynnast mér betur fyrst og segja frá, í hvert sinn sem ég blogga, einu sem ég þrái eða líkar við og einu sem ég vil burt eða er illa við:
Iwant to look good naked. Eða réttara sagt. Mig langar að finnast ég líta vel út nakinn. Eins og ég er. Núna. Ég er að vinna í sjálfsmati mínu. Og húrra fyrir þáttunum sem hampa eðlilegum konum (verða samt að vara sig að breyta ekki konunum of mikið. Þarf endilega að setja þær í þessar rúllupylsur undir fötin. Ef spikið er hluti af fallegri konu af hverju þarf þá að fela það?)
Mér er illa við að fólki skuli detta í hug að endurútgefa Tíu litla negrastráka. Ég vil ekki banna bækur og það má ekki byrja á því með þessari. Ég vil ekki ritskoðun. En ég vil ekki rasisma. Bókin er líklega ekki skrifuð með það markmið eitt að niðurlægja einhvern ákveðinn kynþátt. Hún hefur á sínum tíma verið í takt við almenna hugsun fólks. Núna er hún rasísk (finnst mér) og því skil ég ekki af hverju einhverjum dettur í hug að endurútgefa hana. Myndirnar í henni réttlæta ekki fórnarkostnaðinn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá já, How to look good naked er miklu betri fyrir sálina en Americas next top model til dæmis. Ég horfi amk miklu frekar á þennan skemmtilega strák með fínu gleraugun sín lofa venjulega líkama heldur en einhverjar ofurgrannar fyrirsætur á barmi taugaáfalls hehe.
Það er virkilega leiðinlegt að heyra með afa hennar Hrundar og samhryggist ég henni og ykkur.
Vona samt að þið hafið það sem allra best
Kv. Arna
Arna 5.11.2007 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.