20.12.2007 | 14:53
Eru þið ekki að grínast?
Skítadagur. Fór jákvæð og bjartsýn í prófið í forna málinu. Byrjaði vel en fór svo að ganga illa og svo mjög illa. Féll á tíma og náði ekki að klára einn lið, af hinum fimm veiku sögnum sem ég átti að setja í flokka hef ég kannski rambað á einn réttan flokk. Gat ekkert sagt um þær og ekki klárað svarið. Þegar kom að því að ég átti að samræma texta að forni stafsetninu hafði ég korter ekki fimmtíu mínútur til að gera það eins og áætlað var. Ég skrifaði án þess að hugsa og náði ekki að pæla í neinu.
Fór svo að ná í eina skýrslu og eina ritgerð í bókmenntafræði. Kennarinn hefur gleymt að setja ummælin og einkunn með eins og hann gerir alltaf. Veit reyndar að ég fékk 9 fyrir ritgerðina mína, hann sendi mér einkunnina í tölvupósti um daginn af því að hann var veðurtepptur heima hjá sér. Að ég skuli fá svona fínt fyrir bullið í mér. En hvar eru ummælin? Gleymdi hann mér
Heima beið mín veik Hrund sem ég druslaði á fætur og með mér í Bónus að versla í jólamatinn. Kortinu var hafnað. Höfum eytt mikilu meira en við héldum í mat þennan mánuðinn, nátla afmæli og jól og svona. En samt. Ekki gaman. Redduðum þessu með vísa. Fórum svo að taka bensín. Bensínkortinu var hafnað. Fórum svo að leyta að óáfengu rauðvíni í Hagkaup sem á að vera í jólasósuna. Það var uppselt.
Fórum í annað Hagkaup þar sem rauðvínið fannst. Á leiðinni út labbaði ég á og er nú að drepast í vinstri hendinni.
Og hvað þarf ég svo að gera núna. LÆRA SPÆNSKU. Ég bara get ekki meira.
Óþolandi dagur.
Annars er ég búin að fá eina einkunn. Fékk 9 í spænskri málfræði sem er meira en ég bjóst við.
Klukkan er orðin þrjú og ég er ekki byrjuð að læra. Oj, bara.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Forna málið er vibbi. Þér hefur samt örugglega gengið betur en þú heldur. Gangi þér vel í spænskunni... geturðu ekki bara treyst á genin ef þú ert í vafa?:) hehe.djók.
Hlíf 21.12.2007 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.