4.2.2008 | 07:42
Úff
Klukkan er ekki orðin hálf átta og ég ætti að vera að njóta þess að vera sofandi. Ég vaknaði hins vegar klukkan sex, hafði þá verið að vakna alla nóttina á hálftíma fresti, og klukkan sjö gafst ég upp og fór á fætur. Orsökin mun vera svaðaleg hálsbólga og almennur slappleiki.
Það mætti kannski segja að ég væri eins og drullutuska. Umsjónarkennarinn minn í 9. bekk spurði einmitt eitt sinn þáverandi bestu vinkonu mína af hverju ég væri svona eins og drullutuska. Hann var viss um að ég væri í dópi og rugli og útlitið fannst honum eftir því, allavega þennan tiltekna dag. Vinkonan hrækti því á hann að ég hefði verið að keppa í frjálsum íþróttum alla helgina, álagið hefði verið mikið og lítið um svefn. Það skal tekið fram að þessi athugasemd var ekkert einsdæmi og ég ekki eina skotmarkið. Karlinn var afskaplega sérstakur. Ég og vinkonan tókum hann á teppið fyrir útskrift í 10. bekk. Og að sjálfsögðu varð allt brjálað og voða mikið mál út af því.
Mamma segir að ég hafi verið fínn unglingur. Ég minnist þess að ég hafi verið ansi uppreisnargjörn, kjaftfor og þver. Ég hins vegar gætti systkina minna og hjálpaði til á heimilinu óumbeðin mitt í allri þvermóðskunni svo ég hef varla verið alslæm. Ekki má gleyma því að ég æfði íþróttir og spilaði á hljóðfæri. Hurru, kannski ég hafi verið fyrirmyndarunglingur. Nei, samt ekki ...
Sumst. Helgin fór mest í veikindi og vesen. Það sem Hrund hélt að væri vöðvabólga og bakverkur á föstudagskvöldi reyndust vera beinverkir og byrjun á flensu. Hún var samtals vakandi í tvo tíma á laugardaginn en lá annars dúðuð undir sæng með sinn 40 stiga hita. Hún vaknaði svo á hádegi í gær og var ögn skárri. Þá var ég einmitt farin að finna fyrir hálsbólgu og höfuðverk. Dreif mig í Bónus svo því væri aflokið áður en ég legðist líka. Sem ég ætla heim á nýja bílnum er hann alveg dauður. Það var hægt að kveikja ljósin og einnig var ljós í mælaborðinu svo við vorum ekki vissar um hvort hann væri rafmagnslaus þótt allt annað benti til þess. Til þess að gera langa og leiðinlega sögu stutt þurfti ég að ræsa Hrund og fleira lið. Startkaplar virkuðu ekki og við fundum engan krók á bílnum svo ekki gátum við dregið hann á verkstæði. Eigum einmitt tíma á verkstæði í dag, á að lagfæra áðurnefnda löm á hurð.
Manualinn/handbólkin var heima þar sem við höfðum verið að glugga í hana. Þegar við komum heim var flett og kom í ljós að krókar áttu að vera einhver staðar í bílnum. Hrund fór aftur út um kvöldið og tók allt sundur í skottinu. Fann loks krók inn í dekkinu. Við ætlum því að reyna að draga bílinn á verkstæðið á eftir þegar Hrund er í gati í skólanum.
Eins gott að bílaumboðið borgi þetta. Við vorum ekki að kaupa okkur nýjan bíl til þess að lenda í þessu. ÓGESSLEGA pirrandi.
Núna er ég búin með heita vatnið mitt með sítrónunni og hunanginu. Það hjálpað lítið. Ég er enn gráti næst þegar ég kyngi. Er oft búin að skoða upp í mig í leit að hvítum deplum, bólgan er það mikil að ég gæti verið með streptókokka. Sem er helvíti.
Verð að fara og draga stelpurnar mínar á lappir. Það er svo gaman að vekja þær. Eða þannig. Úff.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:50 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er þetta nokkuð bíll með svona þjófavörn? Þegar mamma og pabbi keyptu sér síðasta bíl þá gerðist eitthvað svipað... en þá komust þau að því að maður verður að opna bílinn með fjarstýringunni (annars fer hann ekki í gang... s.s. ef maður skreppur inn í búð og gleymir að læsa á meðan þá þarf maður að læsa og opna til að hann fari í gang).
hlíf 4.2.2008 kl. 10:13
Það voru fleiri sem komu með svipaðar uppástungur, þetta er nebla bíll með þjófavörn. Ég kom einmitt úr Bónus, opnaði skottið og setti pokana þar. Læsti svo og fór inn í Hagkaup. Þegar ég kom þaðan var allt í klessu. Það voru samt engin ljós nein staðar, þau slokkna öll sjálfkrafa. Við reyndum að fara út og læsa og fara svo inn í hann aftur en ekkert gekk. Mikil ráðgáta.
dr 4.2.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.