Óður til gleðinnar

Hér á bæ ríkir gleði yfir og allt um kring. Hrund er búin með kommóðuna!!! Við höfum verið bænheyrðar, Hrund fær námslán og við báðar sleppum við áunna geðveilu.

Hrund hringdi í gær til að segja mér gleðifréttirnar. Ég þurfti að taka síman frá eyranu og gefa frá mér gleðiöskur. Þvílíkur léttir. Við fórum út að borða til að fagna þessu og sleiktum ís á eftir. Eftir að hafa kysst stelpurnar mínar bless fór ég til mömmu að klára að læra fyrir hljóðfrprófið. Var í því áðan og gekk sæmilega. Náði ekki alveg klára það, of stuttur tími, en held ég slefi nú.

Menning, þjóðlíf og saga í spænsku á morgun. Kem mér ekki til þess að læra. Er nú þegar búin að eyða fjórum dögum í þetta og hef ekki enn komist yfir allt efnið. Ég er alveg að gefast upp. Er svo þreytt. Lagði mig í klukkutíma áðan og sit núna inni hjá litlusystur og meika ekki lærdóm. Voða gott að fleygja sér upp í rúmið hennar og kvarta fyir lærdómi. Hún gerir svo það sama þar sem hún í er í prófum í MH.

Ég get, ég skal, ég vil.

ps. Hrund er  búin að fá einkunnirnar sínar, nema úr þessu eina prófi sem hún á eftir.Toppeinkunnir, t.d 9,5 í stærðfræði go 9,3 í dönsku. Svo fékk hún 7 fyrir stiga og fyrir kommóðuna sem er mjög gott miðað við það að hún hefur aldrei unnið við þetta. Hún hafði áhyggjur af því að falla í húsgagnaviðgerðum þar sem prófið var eitthvað ósnngjarnt eða öðruvísi en hún bjóst en hún náði því. Fékk líka hrós í gær frá kennara sem er yfirleitt spar á hrósin. Hann sagði að hún myndi verða góður smiður og ætti framtíðina fyiri sér.

Konan mín, gott fólk!

Sem er núna hjá mömmu sinni að smíða guð veit hvað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með konunan þína og sjálfa þig

Hlíf 8.5.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband