Auðvitað ...

... á ég að vera að læra en bloggið er svo góð ástæða til að taka sér pásu.

Í dag er merkisdagur: Síðasti dagur helgaður próflærdómi í bili. Guð almáttugur hvað ég hlakka til að vera búin.

Hrund er í síðasta prófinu sína í töluðum orðum. Sendum henni góða strauma.

Gekk skítsæmilega í spænskuprófinu á miðvikudag. Það er hins vegar ekkert eins frústrerandi og að læra vitlaust fyrir próf. Eða missa af síðasta tímanum í námskeiðinu og vita því ekki mikilvæg atriði. Eins og að þessi hundrað atriði á listanum sem ég fór eftir giltu bara 20% á prófinu. Þær sem höfðu verið í menningu, þjóðlífi og sögu Spánar, sem er eins uppbyggt námskeið, bara um Spán, lærðu allt öðruvísi en ég. Þær lásu ekkert greinarnar heldur tóku öll dæmin um rtigerðarspurningar sem við fengum og bjuggu til svör við þeim sem þær svo lærðu. Það gerði ég ekki og kunni því atriðaorðalistann vel en gat tæplega skrifað tvær og þrjár blaðsíður um einhver ákeðin efni. Vona að ég hafi nú marið þetta og verði ekki lækkuð fyrir lélega spænsku þar sem ég var algjörlega heiladauð og að sofna í prófinu. Var svo þreytt að ég þurfi að fara fram og pissa og fá mér drekka og reyna að vekja mig.

Tók mér svo pásu eftir prófið, ætlaði að læra en var svo þreytt eitthvað. Lagði mig pínu stund og var svo öfugsnúin og með ólund þegar ég vaknaði. Eins mikið og það er hægt í kringum stelpurnar mínar sem kunna ekki við mig svona dapra og kjassa mig og elska. Hrund reddaði kvöldmat og sá um Rakel og leyfði mér að þusa við sjálfa mig. Fór svo til mömmu sinnar að smíða dúkkuhúsgögn eins og hin kvöld þessarar viku. Ég gafst upp á að reyna að læra og hringdi bara í Oddnýju bestuvinkonu og blaðraði frá mér allt vit.

Símon, elsku, fallegi bróðir minn (sem býr í Svíþjóð, erum samfeðra) er í skólaferðalagi hérna með bekknum sínum. Gaf skít í lærdóminn og ég, Hrund og mamma fórum með þeim um Reykjavík í gær í hlutverki gæda. Kvaddi þau um hádegi og fór til mömmu að læra og var bara ýkt dugleg. Náði að einbeita mér og ég veit ekki hvað. Elsku, yndislega konan mín sá um heimili og barn á meðan. Þreif allt hátt og lágt og var að skúra þegar ég kom heim klukkan níu um kvöldið. Búin að þvo nokkrar vélar og hvítskrúbba allt. Blómið mitt var inn í rúmi og þóttist vera sofandi og bylti sér og brölti. Fór inn og knúsaði hana og kyssti og var varla komin út úr herberginu þegar hún var byrjuð að hrjóta. Hún gerir þetta yfirleitt, í þá örfáu skipti sem ég hef ekki verið heima þegar hún fer að sofa vakir hún þangað til ég kem heim. Ef ég kem mjög seint heim tekur það hana að minnsta kosti dágóða stund að sofna. Það er nú svolítið krúttlegt, að geta ekki sofnað nema fá mammí sína. Ég er rútínan í hennar lífi og sé ég ekki til staðar veit krílið varla í hvorn fótinn það á að stíga.

Seinna um kvöldið fór ég inn til hennar og strauk heitar tærnar sem stóðu undan sænginni, strauk rauða hárið frá enninu og skoðað litlu freknurnar á nebbanum. Signdi hana og kyssti á ennið og fylltist svo miklu þakklæti og hamingju. Í hvert skipti sem ég lít barnið mitt augum finnst mér ég hafa heiminn í höndum mér, þess litla mannvera er einmitt það sem gerir heiminn góðan, mig að betri manneskju og veitir lífi mínu svo mikinn tilgang.

Þegar ég hringdi í hana frá mömmu um kvöldmatarleytið til að bjóða henni góða nótt gerði hún slíkt hið sama á sinn sérstaka máta: 'Góða nótt og sofðu vel, ég kalla ekki oft á þig'.

Hrund fór að smíða og ég lærði aðeins meira, náði að fara yfir helminginn svo ég ætti að hafa tíma í dag til að renna yfir allt aftur og vera ágætlega undirbúin fyrir prófið.

Rakel verður hjá pabba sínum um helgina en við fáum hana lánaða í nokkra tíma á morgun. Ætlum að eyða þeim með Símoni og finna okkur eitthvað til dundurs.

Svo á Sprundin mín afmæli á mánudag og ætlum við stelpurnar mínar að njóta þess í botn að vera allar þrjár saman í fríi í fyrsta skipti í þrjár vikur. Halelúja.

Best ég haldi áfram að vera svona dugleg.

Enn veit ég ekkert um vinnuna í sumar og er þetta orðið svolítið spennandi: hvenær skyldi ég byra, með hverjum ætli ég sé að vinna, í hvaða verkefni verð ég að vinna ....

?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ! Langt síðan ég hef kíkt hingað inn. Hef verið lítið á netinu vegna prófa, en var að klára í dag, jehúúú!! Ég sá í einni færslunni að þú værir að hugsa um að fara á salsakvöld á Café Cultura og þá verð ég nú bara að segja þér eitt: Vamos a bailar! Esta noche es noche de salsa! Ég er að fara þangað með vinkonum mínum úr spænskunni . Újé, við sjáumst þar, er haggi? Ykkur er líka velkomið að kíkja í fyrirpartý hjá vinkonu minni á Tryggvagötunni. Æj, ég hringi bara í þig.. Heyrumst eftir smá, haha!

Tinna Rós 10.5.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband