15.5.2008 | 22:05
Hvernig ...
... myndi maður þýða updeit yfir á íslensku?
Höfum haft það svo gott í vikunni eins og kom fram í síðustu færslu. Það er svo sérstakt að vera kominn á fætur um átta og út stuttu seinna. Náðum að útrétta endalaust mikið í gær: fórum í Húsasmiðjuna og keyptum tveggja hæða verkfæratösku, í Markið og keyptum geðveikt tvíhjól handa Rakelitu (tröllabarni, hjólið er fyrir 5-7 ára en með hjálpardekkjum og hún er ótrúlega dugleg að hjóla), fórum á Sorpu með dót, í Hagkaup að borða pulsu, í Spron að tæma baukinn hennar Rakelar (og fékk hún lítið tjald í glaðning), í Fífu að kaupa sólhatt handa rauðhaus og svo í Krónuna að versla. Fórum heim og náðum í hjólin okkar Hrundar upp á háaloft, fórum í hjólatúr með Rakel á nýja hjólinu (hún hjólað út í sjoppu til að ná sér í mynd með múmínálfunum) og vorum komanr út í garð að tjalda tjaldinu um þrjú. Geri aðrir betur.
Eftir að hafa bakað okkur í sólinni, drukkið saft og borðað kanelsnúða fórum við og skoluðum af okkur rykið og fórum svo í mat til Kristínar vinkonu. Borðuðum indverskan mat og Rakel lék við Júníönu,tæplega árs gamla dóttur Kristínar.
Við Rakel keyrðum Hrund í vinnuna í morgun og vorum mættar í nálastungur klukkan hálf níu. Rakel litaði á meðan Linda styrkti það sem styrkja þurfti. Þetta er mesta snilld sem ég hef kynnst á ævinni. Konan þarf ekki annað en að taka púlsinn og finnur einhvern veginn eða les úr honum hvað þarf að laga og stilla. Og þetta svínvirkar. Það var svo allt á fullu í líkamanum á eftir og samkvæmt ráði Lindu nálastungukonu fór ég heim með krílið að taka því rólega.
Hún horði á fyrrnefnda múmínálfaspólu og ég las. Við borðuðum hádegismat og sleiktum ís, fórum í Bónus og keyptum það sem gleymdist í Krónunni og enduðum út í garði hjá ömmu Rósu. Höfðum það gott þar í nokkra tíma og fórum svo inn og gæddum okkur á kexi og mjólk. Robbi koma að sækja stelpuna sína upp úr fjögur og ég fór að sækja Hrund í vinnuna.
Við Sprundin ákváðum að ná okkur í pizzu sem var gott þar sem það var útsölumarkaður Next í húsinu við hliðina á Dominos. Ég keypti kjól á mig og á Rakel og auk þess pils og peysu á rauðhaus á samtals 5000 krónur. Það var 40% afsláttur af öllu og þú borgar bara fyrir tvær af fjórum flíkum. Venjulega hefði þetta átt að kosta rúmar 15000 krónur. Kostakaup.
Það hefur verið lítið um svör þegar kemur að sumavinnunni. Fékk svar í tölvupósti áðan: á að tala við Jóhannes Gísla. Af hverju veit ég ekki en er búin að senda honum póst. Hef hugsað mér að byrja á mánudaginn og mæti bara þá.
Fékk 7,5 í Íslenskri hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Ég er svo einkunnagráðug að ég vildi nátla fá hærra en meðaleinkunnin var víst 6,8 svo ég stóð mig ágætlega. Auk þess gerði ég sömu mistök og margir: svaraði a og b lið þriðju spurningar en átti að velja annan. Sökum þessa náði ég ekki að klára prófið. Ætti því í rauninni að vera nokkuð sátt.
Eigum von á Bjarndísi vinkonu í mat á morgun. Verð víst að fara aftur í Bónus og versla. En það er allt í lagi. Alltaf gaman að elda.
Held að Hrund sé að verða geðveik á pikkinu á lyklaborðið, hún er að reyna að horfa á sjónvarpið. Best ég hætti og horfi sjálf á þáttinn sem ég hef verið að bíða eftir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 16.5.2008 kl. 11:20 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Update=uppfærsla
she
Tengdó 16.5.2008 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.