Áfram stelpur!

Djöfull (afsakið orðbragðið) er ég ánægð með árangur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Og enn þá betra var að það var fullt af fólki mætt á leikinn. Er líka mjög sátt við umfjöllunina sem stelpurnar fengu í fjölmiðlum en þar var fólk hvatt til að mæta á leikinn og sýna stuðning. Það hafði greinilega áhrif. Núna getur Rakel kannski æft fótbolta (ef hana langar) án þess að ég þurfi að útskýra fyrir henni að samfélagið álítur typpi meira virði en píkur.

Ó já, ÁFRAM STELPUR!

Annars er það bara tjaldútilega í Hvalfirðinum á eftir. Við Sprundin vorum í allt gærkvöld að taka okkur til og guð almáttugur hvað maður þarf að taka mikið af dóti með sér í eina helgarútilegu. Svefnpokar, dýnur, tjald, stólar og borð fylltu skottið og restin þurfti að fara inn í bílinn. 'Og við erum ekki einu sinni með annað barn en Rakel' stundi Hrund eftir að hafa raðað í bílinn. Við viljum hvorki gefa barn né útilegur upp á bátinn svo við verðum líklega að kaupa 7 manna bíl þegar að því kemur (ég er ekki ólétt svo við erum ekki farnar að örvænta).

En það er bara allt í lagi.

Núna er það vinna, svo næ ég í krílið mitt og eftir að Hrund hefur skolað af sér og fiskunum eftir vinnu brunum við af stað.

Ætla aðeins að ákalla sólarguðinn/ina! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband