Ó my lord

Undanfarna daga í lífi mínu hef ég:

-næstum fengið hjartaáfall og verið nær yfirliði

-næstum valdið annarri manneskju hjartaáfalli

-grátið

-hlegið óstjórnlega

-verið á skallanum

-upplifað þvílíkan tilfinningarússíbana að ég er örmagna

-keyrt eins og brjálæðingur

-hætt að reykja, svindlað einu sinni (hafði mjööööög góða ástæðu), hætt aftur

-komist í gegnum djamm án þess að reykja sem er þvílikt afrek

-sent billjón sms, sum skemmtilegt, önnur ekki svo skemmtileg og enn önnur verulega steikt

-verið mjög steikt og alls ekki getað einbeitt mér í vinnunni

-farið í flíspeysu sjálfviljug (ekki tilneydd vegna kulda), bara af því að mér finnst hún flott

-látið senda mér mat tvisvar heim (sem ég geri aldrei aldrei aldrei)

-þjáðst af hrikalegu hungri en átt erfitt með að borða

-liðið eins og þegar var 18 ára og líf mitt var eitt drama

-upplifað eitthvað splunkunýtt á hverjum degi, sumt skrítið, annað gott og enn annað ekki svo gott, eiginlega vont

-verið í lokuðum skóm í vinnunni í fyrsta skipti síðan ég byrjaði í júní

-fengið innilokunarkennd á tánum

-verið barnalaus (sem ég er ekki viss um að hafi góð áhrif á mig)

-skrifað í dagbókina mína

-lesið ljóðabókina mína, dáðst að henni sem og fundið til með þeirri Díönu Rós sem eitt sinn upplifði allt sem í henni stendur

-ekki getað sofið þrátt fyrir að vera leka niður úr þreytu

-ekkert ráðið við hugsanirnar sem streyma fram

-verið svo óskaplega hrædd að mig hefur langað það eitt að stinga hausnum í sandinn eða flytja á eyðieyju

-liðið eins og ég væri að deyja

-verið að springa úr hamingju

-eytt hátt í hundrað mínútum í það að stara út í loftið

-verið með svo mikinn bjúg að ég kem ekki hringunum mínum á sömu putta og venjulega (nema ég hafi hreinlega fitnað svona mikið síðan ég notaði þá síðast, það er reyndar ekkert ólíklegt)

-verið svakalega óánægð með mig (sem er ekkert nýtt) og svo strax á eftir nokkuð sátt

-dottið í stiganum heima vegna ógurlegs sársauka í bæklaða hnénu mínu

-haft miklar áhyggjur af bæklaða hnénu sem ég held að sé að gefa sig sökum líkamsþunga míns

-dottið hundrað hlutir í hug sem ég ætlaði að skrifa á bloggið en gleymt þeim svo jafn óðum

-lofað Hlífinni að hafa heilsuhorn á blogginu, ætla mér að standa við það en hef samt ekkert að skrifa í dag (og þó, mér dettur örugglega eitthvað í hug á eftir og skrifa það þá)

-hreinlega ekki verið með sjálfri mér

Og nú segi ég ekki meir. Og það þýðir ekkert að spyrja mig nánar út í ofantalið. Ég hef bara ekki orku, nennu né vilja til að ræða það.

Ó my lord.

 

-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér sem best skvís, gaman að heyra að þú sért hætt að reykja :)

Kv. frá antireykningamanneskju no 1 hehe (sem tekur samt í nefið við hátíðleg tækifæri )

Arna

Arna 16.7.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 56750

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband