Handa Hlíf ...

... og öllum hinum kemur hér heilsuhornið og verður tvöfalt í dag þar sem ég skrifaði ekkert í gær:

Efni sem viturlegt væri að forðast er efnið TRICLOSAN sem finna má í nær öllum antibacterial vörum líkt og sápu, tannkremi og snyrtivörum. Efnið er oft mengað af svokölluðum dioxin efnum og eru þau krabbameinsvaldandi auk þess að geta veikt ónæmiskerfið, skert frjósemi og valdið fósturskaða.

TALKÚM sem finna má í hinum ýmsu vörum fyrir börn, í svitalyktareyði og í andlitspúðri er algjör viðbjóður. Það inniheldur kemískt efni áþekkt asbesti og getur aukið líkurnar á krabbameini í eggjaleiðurum.

Að lokum smá fróðleiksmoli: Aðeins 11 prósent af 10.500 innihaldsefnum í hinum ýmsu snyrtivörum hafa verið rannsökuð og því ekkert vitað um möguleg skaðleg áhrif þeirra.

Hallelúja.

Enginn mættur í vinnu enn og minns geðveikt einmana. Kannski er liðið að forðast mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk!:) úff...

Nú erum við komnar:)

Hlíf 16.7.2008 kl. 09:45

2 identicon

Gott að vita...veit svo af því að það er allskyns óáran í ótrúlegustu hlutum. En eins og máltækið segir, af misjöfnu þrífast börnin best....

Einmitt að koma í ljós að nikótín getur gagnast sem lyf gegn elliglöpum(Altzheimer) og getur stytt þörf á innlögn á stofnun um allt að sex mánuði og kaffi er víst voðalega gott við þessum glöpum líka. Svo er ekki bara best að halda því áfram að reykja og drekka kaffi í ómældu magni.

Og svo er sykur það óhollasta í heimi en ef líkaminn fær ekki sykur hættir heilinn að funkera og það viljum við nú ekki...svo er ekki bara meðalhófið best...en auðvitað reynir maður að forðast það sem maður veit að er óhollt og ekki gott fyrir kroppinn...hann er nú víst hylkið sem heldur utan um okkur öll...Jís...hvílík speki sem veltur upp úr mér núna...er í einhvers konar sumarskapi og trúlega búin að fá of mikið af D-vítamíni, nikótíni, koffeini og sykri í minn gamla skrokk og dagurinn rétt að byrja.

Tengdó í adrenalínskjokki.

Tengdó 16.7.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband