22.7.2008 | 16:21
Magasár
Ég er alveg að fá magasár af stressi yfir öllu sem ég ætla að koma í verk í þeassari viku. Það er samt alls ekki neitt leiðinlegt, bara mikið. Á eftir ætla ég að bruna í Everest og fá nýja tjaldstöng í stað þeirrar ónýtu (eftir Hvalfjörðinn). Svo ætlum við Sprundin í bíó ef hún skiptir ekki um skoðun (hún heldur því stundum fram að henni finnist leiðinlegt í bíó). Á morgun fer ég í mat til mömmu og svo á Esjuna með vinnufamilíunni. Á fimmtudaginn þarf ég að pakka fyrir Malarrif og hitta og kveðja Kötlu sem ég sé ekki meir áður en hún flytur til Þýskalands. Á föstudaginn verð ég að þrífa aðeins, vil ekki koma heim í skít, og svo er það bara sumarfrí. Mitt yndislega Snæfellsnes með vatnsskorti og símasambandsleysi.
Núna ákalla ég veðurguðina. Vil ekki að það rigni of mikið á okkur blómarósirnar á Esjunni á morgun.
Ok. Mi madre bíður úti á bílastæði, verð að hlaupa.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er óþarfi að stressast! Það er bara gaman að stússast fyrir svona ferðalög :) Ég skal svo líka ákalla veðurguðina upp á morgundaginn... og gera kakó... mmm...
Gyða 22.7.2008 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.