Magasár

Ég er alveg að fá magasár af stressi yfir öllu sem ég ætla að koma í verk í þeassari viku. Það er samt alls ekki neitt leiðinlegt, bara mikið. Á eftir ætla ég að bruna í Everest og fá nýja tjaldstöng í stað þeirrar ónýtu (eftir Hvalfjörðinn). Svo ætlum við Sprundin í bíó ef hún skiptir ekki um skoðun (hún heldur því stundum fram að henni finnist leiðinlegt í bíó). Á morgun fer ég í mat til mömmu og svo á Esjuna með vinnufamilíunni. Á fimmtudaginn þarf ég að pakka fyrir Malarrif og hitta og kveðja Kötlu sem ég sé ekki meir áður en hún flytur til Þýskalands. Á föstudaginn verð ég að þrífa aðeins, vil ekki koma heim í skít, og svo er það bara sumarfrí. Mitt yndislega Snæfellsnes með vatnsskorti og símasambandsleysi.

Núna ákalla ég veðurguðina. Vil ekki að það rigni of mikið á okkur blómarósirnar á Esjunni á morgun.

Ok. Mi madre bíður úti á bílastæði, verð að hlaupa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óþarfi að stressast! Það er bara gaman að stússast fyrir svona ferðalög :) Ég skal svo líka ákalla veðurguðina upp á morgundaginn... og gera kakó... mmm...

Gyða 22.7.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 56750

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband