Jeij!

Ég gleymdi að skrifa í gær að ég væri að blogga í nýju tölvunni. En sumst, færslan í gær var skrifuð á gersemina.

Hárið orðið styttra og ég er bara sæt og fín. Hrund brosti hringinn þegar hún sá mig og knúsaði mig í bak og fyrir svo hún er greinilega ánægð með klippinguna.

Ahhhh. Við þrifum í gær. Eins og mér finnst erfitt og leiðinlegt að koma mér í það þá er kikkið sem fylgir því unaðslegt. Hahaha. Hrund var í stuði og ryksaug ekkert smá vel á meðan ég sá um minn hluta. Sprundin skúraði svo á meðan ég vaskaði upp og svo ákváðum við að taka síðasta grill sumarsins. Grilluðum hunangslegnar (mikið er þetta skrítið orð, er þetta skrifað svona?) svínakótilettur og íslenskar kartöflur sem ég sauð fyrst og skar í báta. Ég bjó til sósu úr sýrðum rjóma og kotasælu og svo höfðum við auðvitað sallat. Hollt og ótrúlega gott.

Annars fengum við Rakelin svakalegt hláturskast í gær. Rakel sat nýböðuð í sófanum og var að fara að horfa á 'Bubbi byggir'. Hún gat hins vegar engan veginn komið nafninu út úr sér: 'bugg bygg, nei buggi, nei, bugg ...' Ég var farin að hlæja og hún líka en var þó alveg ákveðin í að koma með þetta: 'Bugga bibbir' næstum því kallaði hún og svo öskruðum við úr hlátri. Já, hreinlega veinuðum, okkur fannst þetta svo fyndið. Hrund tók sér hlé frá skúringunum til þess að athuga hvað væri í gangi. Æ, hvað þetta var gaman. Rakelin er á svo brillíant aldri. Hún hefur nú alltaf verið skemmtileg en mér finnst þessi aldur eiginlega skemmtilegastur. 'Viltu skrúfa fyrir' sagði hún við mig í morgun. 'Ég sé ekkert' bætti hún við. Hún meinti sem sagt að ég ætti að draga fráLoL

Við mæðgur ætlum að fara að kaupa skó á Rakel á eftir. Það verða fjórðu strigaskór sumarsins. Hún er þvílíkur skóböðull. Það passar akkúrat að kaupa eitt par í viðbót og svo þegar það er orðið götótt þá eru það bara kuldaskór. Við keyptum ótrúlega flott föt á stelpuna í Hagkaup á mánudaginn. Steingráar, útvíðar, rifflaðar flauelsbuxur og síða, aðsniðna hettupeysu með rennilás og vösum. Það vantaði bara skólatöskuna á bakið og þá hefði hún verið klár í skólann, hún var svo fullorðinsleg.

Það kom í ljós að Hrund verður bara í skólanum á mánudögum svo ég get farið í afró á miðvikudögum. Svo bauðst mamma til að koma og passa á mánudögum þegar hún gæti. Ég er svo glöð og sæl. Núna kemst ég í betra form og geri eitthvað fyrir sjálfa mig. Á miðvikudögum ætla ég að fara í gufu og jafn vel pottinn eftir tíma og virkilega dekra við mig. Jeij! Er að hugsa um að prófa einn afrótíma á eftir og hlakka ekkert smá til.

Já. ÁFRAM HLÍF. Sem heldur fyrirlestur í dag úti í Danmörku og á að sjálfsögðu eftir að standa sig með sóma eins og alltaf. Verður gaman að fá þig heim og í afró!!!

En guð minn almáttugur hvað ég verð að fara að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband